Lífið

Tvær smásögur eftir Stieg Larsson skjóta upp kollinum

Tinni Sveinsson skrifar
Stieg Larsson ætlaði sér að skrifa 10 bækur í Millenium-flokknum. Þrjár voru tilbúnar þegar hann lést og sagan segir að sú fjórða sé til en falin á fartölvu.
Stieg Larsson ætlaði sér að skrifa 10 bækur í Millenium-flokknum. Þrjár voru tilbúnar þegar hann lést og sagan segir að sú fjórða sé til en falin á fartölvu.
Tvær smásögur eftir Stieg Larsson, höfund Millenium-þríleyksins, fundust nýlega, sex árum eftir dauða hans.

Larsson skrifaði sögurnar, sem eru vísindaskáldskapur, þegar hann var 17 ára gamall. Hann sendi þær sænska tímaritinu Jules Verne, sem birti þær ekki.

Sögurnar heita á ensku The Crystal Balls og The Flies, eða Kristalkúlurnar og Flugurnar. Þær fundust á Þjóðarbókasafni Svíþjóðar. Allt efni frá Jules Verne tímaritinu var gefið bókasafninu árið 2007 og fundust sögur Stieg þar nýlega þegar verið var að flokka efnið.

Í bréfi sem Stieg sendi með sögunum lýsti hann sér sem „17 ára gaur frá Umeå sem dreymir um að verða rithöfundur og blaðamaður“. Hann sagði sögurnar tvær vera fyrstu skref sín á rithöfundavellinum.

Það er undir föður Stieg og bróður komið hvort sögurnar verða gefnar út en eins og kunnugt er eiga þeir höfundaréttinn að öllu hans efni. Bækurnar í Millenium-þríleyknum hafa nú selst í ríflega 20 milljónum eintaka í 41 landi. Stieg ætlaði sér að skrifa 10 bækur í Millenium-flokknum. Þrjár voru tilbúnar þegar hann lést og sagan segir að sú fjórða sé til en falin á fartölvu sem fyrrum kærasta hans er með undir höndum. Kvikmyndirnar sænsku eftir þeim hafa notið mikillar hylli og í haust byrja tökur á Hollywood-endurgerð á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.