Lífið

Viðheldur rómantíkinni

Emma Bunton. MYND/Cover Media
Emma Bunton. MYND/Cover Media

Fyrrum Kryddpían Emma Bunton eyðir að eigin sögn miklum tíma í að dansa og kyssa kærastann sinn, Jade Jones.

Parið hefur verið saman í rúmlega tíu ár og eiga saman tveggja ára son, Beau.

Þrátt fyrir að hafa verið saman allan þennan tíma eru þau ástfangin sem aldrei fyrr.

Emma segir að fyrrum Damage söngvarinn, Jade, sé draumaprinsinn hennar því hann er góður pabbi og frábær kokkur.

„Við pössum okkur á því að viðhalda rómantíkinni með því að fara saman út að borða og dansa. Þá högum við okkur eins og unglingar," segir Emma.

Hún kvartar hinsvegar yfir því að Jade færi henni aldrei blóm.

„Eina skiptið sem hann færði mér blóm var þegar við fórum saman í göngutúr og hann týndi stóran blómvönd handa mér úr görðunum sem við löbbuðum fram hjá."
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.