Ástralska söngkonan Kylie Minogue, 42 ára, ber sólarvörn á andlit sitt allt árið um kring og það öllum stundum.
„Ég er öfgafull þegar kemur að sólarvörn. Meira að segja þegar ég er í miðju flugi þá maka ég á mig sólarvörn," sagði Kylie.
Söngkonan notar brúnkukrem þegar hún vill sýnast brún í framan en það sem skiptir hana mestu máli er að vernda húðina fyrir geislum sólar og til þess notar hún krem.
„Þegar ég var yngri vissi ég ekki betur. Í barnaskóla lögðum við okkur fram við að vera dökkbrún og gjörsamlega bökuðum okkur í sólinni án þess að bera á okkur sólarvörn."