Handbolti

Hansen: Hárrétt ákvörðun að koma heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hansen í leik með AGK.
Hansen í leik með AGK.

Það kom mörgum á óvart þegar hin unga danska stórskytta, Mikkel Hansen, ákvað að yfirgefa herbúðir Barcelona og ganga í raðir danska ofurliðsins AGK sem greiddi myndarlega summu fyrir leikmanninn.

Hansen er afar metnaðarfullur leikmaður sem stefnir að því að verða sá besti í heiminum. Hann taldi sig ekki eiga möguleika á að ná því markmiði sínu hjá Börsungum.

"Ég fékk að spila nokkuð mikið í sókninni en fékk aldrei að spila vörn. Ég taldi það betra fyrir minn feril að koma heim og ég tel mig geta tekið réttu skrefin fram á við hjá AGK," sagði Hansen og eftir nokkra mánuði er hann sannfærður um að hafa tekið rétta ákvörðun.

"Ég sé það enn frekar í dag að þetta var rétt ákvörðun. Það eru flestir sammála mér um það enda hef ég tekið miklum framförum í vetur.

Ég er orðinn líkamlega sterkari, búinn að læra að spila vörn og orðinn betri sóknarmaður. Ég er aðeins 23 ára og þetta er allt á réttri leið," sagði Hansen sem verður í eldlínunni með Dönum á HM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×