Haltur leiðir blindan Tryggvi Haraldsson skrifar 8. júlí 2010 06:00 Þegar Alþingi tók þá lýðræðislegu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefjist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyksprengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti" hafi vantað á göturnar þegar framkvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og fullyrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarumsókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Viljum við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðlar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í andlitinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setjum svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki einhverra annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi tók þá lýðræðislegu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefjist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyksprengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti" hafi vantað á göturnar þegar framkvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og fullyrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins." Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarumsókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Viljum við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðlar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í andlitinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setjum svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki einhverra annarra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar