Erlent

Silfurpeningar Alexanders mikla

Óli Tynes skrifar
Herkonungurinn mikli berst við Darius persakonung.
Herkonungurinn mikli berst við Darius persakonung.

Yfir 250 silfurpeningar frá dögum Alexanders mikla hafa fundist í norðanverðu Sýrlandi.

Sýrlenski fornleifafræðingurinn Youssef Kanjo stjórnar uppgreftri í hinni fornu borg Aleppo.

Hann segir að peningarnir hafi fundist þegar maður nokkur var að grafa fyrir húsgrunni fyrir tveim vikum. Ekki var hægt að sannreyna uppruna þeirra fyrr en nú.

Kanjo segir að á sumum silfurpeninganna sé mynd af Alexander á annarri hliðinni en gríska guðinum Seifi á hinni.

Alexander var uppi á árunum 356-323 fyrir Krist. Þegar hann lést 33 ára gamall hafði hann lagt undir sig allan hinn þekkta heim.

Herfræði hans er enn kennd í herskólum víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×