Samkomulag í höfn og undirritað á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2010 19:38 Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. Tíundi dagur í fundalotu stjórnvalda með stjórnendum viðskiptabankanna og lífeyrissjóðanna fór fram í dag. Bankastjórarnir komu í forsætisráðuneytið klukkan tvö og vildu lítið tjá sig við fjölmiðla að fundi loknum. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka lögðu hins vegar bæði áherslu á það að loknum fundi með ráðherrunum, að allir þeir aðilar sem komið hefðu að viðræðunum og þar með lífeyrissjóðirnir yrðu aðilar að samkomulaginu. Það hefur legið fyrir að erfiðast yrði að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina en fulltrúar þeirra komu í forsætisráðuneytið klukkan þrjú og funduðu þar með ráðherrum til um klukkan fimm. En þá var ljóst að samkomulag væri svo gott sem í höfn. Og þegar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka lífeyrissjóða kom af fundinum var ljóst að dregið hafði til tíðinda. „Það stefnir í að við séum að ná efnislegri niðurstöðu, en nákvæm niðurstaða liggur ekki fyrir þar sem ríkisstjórnin á eftir að funda með fleiri aðilum," sagði Arnar upp úr klukkan fimm. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ganga þurfi frá endum við bankana og hún reikni með að ríkisstjórnin geti afgreitt samkomulagið á fundi sínum í fyrramálið. „Það eru nokkur atriði , örfá, óleyst með bönkunum en ég held að við klárum þau á næstu klukkutímum," sagði Jóhanna. Þegar hún var spurð hvað þessar aðgerðir þýddu fyrir fólkið í landinu sagði hún að það væri að nást samkomulag sem muni skipta miklu fyrir fólk í miklum skuldavanda. „Við höfum verið að beina sjónum okkar að því fólki sem er í miklum skuldavanda og með yfirskuldsettar eignir," sagði forsætisráðherra. Að auki muni ríkisstjórnin kynna almennar aðgerðir sem muni ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessar víðtækari aðgerðir sem við förum í, fyrir utan að taka á yfirskuldsettum heimilum og þeim sem eru í miklum vanda, muni ná til fólks með meðaltekjur og þar yfir," sagði Jóhanna. Aðgerðirnar muni kosta ríkissjóð töluverðar upphæðir meðal annars vegna Íbúðalánasjóðs, breytinga á vaxtabótum og fleira. Aðgerðirnar muni þó hvorki raska fjárlögum verulega né áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherra segist hafa búist við því að skrifað yrði undir samkomulagið í dag, en um tíma hefði litið út fyrir að slitnað væri upp úr viðræðum við lífeyrissjóðina. En á lokasprettinum hafi menn náð saman. Að öllu óbreyttu verður skrifað undir samkomulagið að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. Tíundi dagur í fundalotu stjórnvalda með stjórnendum viðskiptabankanna og lífeyrissjóðanna fór fram í dag. Bankastjórarnir komu í forsætisráðuneytið klukkan tvö og vildu lítið tjá sig við fjölmiðla að fundi loknum. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka lögðu hins vegar bæði áherslu á það að loknum fundi með ráðherrunum, að allir þeir aðilar sem komið hefðu að viðræðunum og þar með lífeyrissjóðirnir yrðu aðilar að samkomulaginu. Það hefur legið fyrir að erfiðast yrði að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina en fulltrúar þeirra komu í forsætisráðuneytið klukkan þrjú og funduðu þar með ráðherrum til um klukkan fimm. En þá var ljóst að samkomulag væri svo gott sem í höfn. Og þegar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka lífeyrissjóða kom af fundinum var ljóst að dregið hafði til tíðinda. „Það stefnir í að við séum að ná efnislegri niðurstöðu, en nákvæm niðurstaða liggur ekki fyrir þar sem ríkisstjórnin á eftir að funda með fleiri aðilum," sagði Arnar upp úr klukkan fimm. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ganga þurfi frá endum við bankana og hún reikni með að ríkisstjórnin geti afgreitt samkomulagið á fundi sínum í fyrramálið. „Það eru nokkur atriði , örfá, óleyst með bönkunum en ég held að við klárum þau á næstu klukkutímum," sagði Jóhanna. Þegar hún var spurð hvað þessar aðgerðir þýddu fyrir fólkið í landinu sagði hún að það væri að nást samkomulag sem muni skipta miklu fyrir fólk í miklum skuldavanda. „Við höfum verið að beina sjónum okkar að því fólki sem er í miklum skuldavanda og með yfirskuldsettar eignir," sagði forsætisráðherra. Að auki muni ríkisstjórnin kynna almennar aðgerðir sem muni ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessar víðtækari aðgerðir sem við förum í, fyrir utan að taka á yfirskuldsettum heimilum og þeim sem eru í miklum vanda, muni ná til fólks með meðaltekjur og þar yfir," sagði Jóhanna. Aðgerðirnar muni kosta ríkissjóð töluverðar upphæðir meðal annars vegna Íbúðalánasjóðs, breytinga á vaxtabótum og fleira. Aðgerðirnar muni þó hvorki raska fjárlögum verulega né áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherra segist hafa búist við því að skrifað yrði undir samkomulagið í dag, en um tíma hefði litið út fyrir að slitnað væri upp úr viðræðum við lífeyrissjóðina. En á lokasprettinum hafi menn náð saman. Að öllu óbreyttu verður skrifað undir samkomulagið að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira