Að hlaupa af sér hornin Úrsúla Jünemann skrifar 15. september 2010 06:00 Þegar ungt fólk safnar saman sinni lífsreynslu og ætlar ekki að láta segjast af eldri og reyndari mönnum þá er gjarnan talað um að „það þurfi að hlaupa af sér hornin" og er þetta hugtak greinilega komið af skepnum sem eru fastar í sínum farvegi og geta ekki lært af öðrum. Í þýskri tungu tala menn um það að borga kennslugjöldin: „Lehrgeld bezahlen", og er átt við þegar menn ana út í vitleysu og hlusta ekki á neinn í kringum sig sem hefur kannski áður fyrr lent í svipuðum vandamálum. Íslendingum liggur alltaf á, töfralausnir eiga að bjarga öllu. Þolinmæði er ekki okkar sterkasta hlið. Við stökkvum á allt sem heitir skjótur gróði og því miður stökkva oft allir í einu á eitthvað æðislegt og kannski - en bara kannski - arðvænlegt. Sama hvort það hét loðdýrarækt, fiskeldi eða stóriðja. Á Austurlandi voru menn sem vildu flýta sér hægar og voru ekki á einu máli um ágæti Kárahnjúkaframkvæmda álitnir föðurlandssvikarar. Þeir þorðu ekki að opna munninn. Nú er Fjarðabyggð með skuldsettustu bæjarfélögum landsins. Ekki hefur orðið sú fólksfjölgun sem menn bjuggust við og íbúðarhúsnæði sem var klambrað upp í flýti stendur óselt. Lítil fyrirtæki hafa þurft að leggja upp laupana. Atvinnuskapandi hvað? Orkumálin hér á landi eru grátlegt dæmi um að menn kunna sér ekki hóf. Það er ekki bara það að við getum ekki lært af öðrum þjóðum. Uppblásið bankakerfi og gríðarleg skuldasöfnun, afsprengi af einhverju versta gullgrafaraæði sem hefur ætt yfir þetta sker hefur leikið okkur grátt. Siðlausir og illa menntaðir ráðamenn réðu ríkjum. Þjóðin hefur þurft svo sannarlega að borga kennslugjöldin í þeim málum eftir hrunið. En þótt við getum ekki lært af mistökum annarra þá getum við ekki einu sinni lært af eigin mistökum. Töfralausnagúrúar eru enn vinsælir. Enn eru köllin hávær eftir orkuverum sem munu hrinda okkur í enn meira skuldafen og rústa landinu, enn sjá sumir ekkert atvinnuskapandi nema fleiri álver sem munu fá orku á gjafverði meðan almenningur býr við gríðarlega hækkun á orkuverði. Enn fá menn eins og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, blússandi vinsældir út af einhverjum verstu loftköstulum sem hafa nokkurn tíma verið búnir til. Hvenær mun íslenska þjóðin staldra við, hugsa sinn gang og setja sér einhver langtímamarkmið sem ná yfir komandi kynslóðir. Flest okkur eiga jú börn. Við erum væntanlega hugsandi manneskjur sem geta lært af mistökum. Ekki erum við rollur sem hlaupa af sér hornin en haga sér samt alveg eins og alltaf hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þegar ungt fólk safnar saman sinni lífsreynslu og ætlar ekki að láta segjast af eldri og reyndari mönnum þá er gjarnan talað um að „það þurfi að hlaupa af sér hornin" og er þetta hugtak greinilega komið af skepnum sem eru fastar í sínum farvegi og geta ekki lært af öðrum. Í þýskri tungu tala menn um það að borga kennslugjöldin: „Lehrgeld bezahlen", og er átt við þegar menn ana út í vitleysu og hlusta ekki á neinn í kringum sig sem hefur kannski áður fyrr lent í svipuðum vandamálum. Íslendingum liggur alltaf á, töfralausnir eiga að bjarga öllu. Þolinmæði er ekki okkar sterkasta hlið. Við stökkvum á allt sem heitir skjótur gróði og því miður stökkva oft allir í einu á eitthvað æðislegt og kannski - en bara kannski - arðvænlegt. Sama hvort það hét loðdýrarækt, fiskeldi eða stóriðja. Á Austurlandi voru menn sem vildu flýta sér hægar og voru ekki á einu máli um ágæti Kárahnjúkaframkvæmda álitnir föðurlandssvikarar. Þeir þorðu ekki að opna munninn. Nú er Fjarðabyggð með skuldsettustu bæjarfélögum landsins. Ekki hefur orðið sú fólksfjölgun sem menn bjuggust við og íbúðarhúsnæði sem var klambrað upp í flýti stendur óselt. Lítil fyrirtæki hafa þurft að leggja upp laupana. Atvinnuskapandi hvað? Orkumálin hér á landi eru grátlegt dæmi um að menn kunna sér ekki hóf. Það er ekki bara það að við getum ekki lært af öðrum þjóðum. Uppblásið bankakerfi og gríðarleg skuldasöfnun, afsprengi af einhverju versta gullgrafaraæði sem hefur ætt yfir þetta sker hefur leikið okkur grátt. Siðlausir og illa menntaðir ráðamenn réðu ríkjum. Þjóðin hefur þurft svo sannarlega að borga kennslugjöldin í þeim málum eftir hrunið. En þótt við getum ekki lært af mistökum annarra þá getum við ekki einu sinni lært af eigin mistökum. Töfralausnagúrúar eru enn vinsælir. Enn eru köllin hávær eftir orkuverum sem munu hrinda okkur í enn meira skuldafen og rústa landinu, enn sjá sumir ekkert atvinnuskapandi nema fleiri álver sem munu fá orku á gjafverði meðan almenningur býr við gríðarlega hækkun á orkuverði. Enn fá menn eins og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, blússandi vinsældir út af einhverjum verstu loftköstulum sem hafa nokkurn tíma verið búnir til. Hvenær mun íslenska þjóðin staldra við, hugsa sinn gang og setja sér einhver langtímamarkmið sem ná yfir komandi kynslóðir. Flest okkur eiga jú börn. Við erum væntanlega hugsandi manneskjur sem geta lært af mistökum. Ekki erum við rollur sem hlaupa af sér hornin en haga sér samt alveg eins og alltaf hefur verið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun