Erlent

Leitin að bin Laden: Mörg ár síðan vísbendingar hættu að berast

Osama bin Laden.
Osama bin Laden.

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA Leon Panetta segir að mörg ár séu liðin síðan bandaríkjamenn fengu síðast einhverjar haldbærar vísbendingar um dvalarstað hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens.

Panetta var í viðtali á bandarísku fréttastöðinni ABC í dag og þar sagði hann einnig að svo virðist vera sem Talíbanar í Afganistan séu að sækja í sig veðrið þrátt fyrir aukinn viðbúnað bandaríkjahers á svæðinu. Panetta bætti því við að ástandið í Afganistan hafi aldrei verið eins slæmt þau níu sem liðin eru frá innrás Bandaríkjamanna í landið.

Um 80 erlendir hermenn hafa fallið í Afganistan í þessum mánuði og hafa þeir ekki verið fleiri í einum mánuði frá stríðsbyrjun. Það sem af er ári hafa fleiri en 300 erlendir hermenn fallið í átökunum miðað en á öllu síðasta ári voru þeir 520.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×