Handbolti

Hver er Thomas Bauer?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Bauer reynir hér að verja frá Alexander Petersson.
Bauer reynir hér að verja frá Alexander Petersson. Nordic Photos/AFP

Hetja Austurríkis í leiknum gegn Serbíu um helgina var markvörðurinn Thomas Bauer. Hann kom inn af bekknum og varði mörg glæsileg skot. Hann hélt til að mynda markinu hreinu í átta mínútur og varði á þeim tíma sjö skot.

„Hver er Thomas Bauer? Það er von að þú spyrjir,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis, við Fréttablaðið eftir leik.

„Ég hef aldrei séð hann verja svona. Ekki einu sinni á æfingu.“

Bauer lék lengi með Fivers Margareten í Vín en er nú á mála hjá Korsenbroich í þýsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×