Segist hafa gott fylgi sem bæjarstjóraefni 9. janúar 2010 06:00 Kópavogur. Í hádeginu í dag kemur í ljós hverjir taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí.Fréttablaðið/GVA „Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí. Gunnar I. Birgisson, forveri Gunnsteins í bæjarstjórastólnum, býður sig hins vegar fram í efsta sæti sjálfstæðismanna og þar með til að verða bæjarstjóraefni flokksins. Gunnar vék úr bæjarstjórastólnum í fyrra eftir deilur um viðskipti fyrirtækis dóttur hans við bæinn. Hann tók sér síðan einnig leyfi sem bæjarfulltrúi eftir að rannsókn hófst á störfum hans og fleiri bæjarfulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Gunnar hafnar því að hafa unnið gegn Gunnsteini sem hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri og náð að sætta ólík sjónarmið. „Ég kannast ekki við einhvern ágreining eða flokkadrætti inni í flokknum. Við höfum ekkert orðið vör við það við hin að minnsta kosti," segir Gunnar sem hefur aðrar skýringar á því hvers vegna Gunnsteinn tekur ekki þátt í prófkjörinu. „Það var gerð skoðanakönnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og hún sýnir yfirgnæfandi fylgi við mig innan raða sjálfstæðismanna, og líka hjá Kópavogsbúum, sem bæjarstjóra eftir næstu kosningar. Ég hef grun um að það hafi átt einhvern þátt í þessu." Framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðismanna rennur út á hádegi í dag. Þá skýrist hvort einhverjir aðrir en Gunnar sækist eftir fyrsta sætinu. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á gott gengi í prófkjörinu sem fram fer 20. febrúar. „Ég finn ekkert nema góða strauma í minn garð varðandi prófkjörið." Gunnsteinn segir hins vegar alla sem fylgjast með vita að Gunnar hafi unnið gegn honum og öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann sé svartsýnn fyrir hönd sjálfstæðismanna með Gunnar í leiðtogasætinu. „Ég sé ákaflega litla möguleika. Gunnar hefur staðið í illdeilum við forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er í málaferlum við bæjarfulltrúa bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég sé engin líkindi til þess að hann geti farið að starfa með þessu fólki," segir Gunnsteinn sem kveðst sjálfur hafa átt gott samstarf við alla innan bæjarstjórnar. „Það sést best á því að fjárhagsáætlun var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum," bendir hann á. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí. Gunnar I. Birgisson, forveri Gunnsteins í bæjarstjórastólnum, býður sig hins vegar fram í efsta sæti sjálfstæðismanna og þar með til að verða bæjarstjóraefni flokksins. Gunnar vék úr bæjarstjórastólnum í fyrra eftir deilur um viðskipti fyrirtækis dóttur hans við bæinn. Hann tók sér síðan einnig leyfi sem bæjarfulltrúi eftir að rannsókn hófst á störfum hans og fleiri bæjarfulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Gunnar hafnar því að hafa unnið gegn Gunnsteini sem hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri og náð að sætta ólík sjónarmið. „Ég kannast ekki við einhvern ágreining eða flokkadrætti inni í flokknum. Við höfum ekkert orðið vör við það við hin að minnsta kosti," segir Gunnar sem hefur aðrar skýringar á því hvers vegna Gunnsteinn tekur ekki þátt í prófkjörinu. „Það var gerð skoðanakönnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og hún sýnir yfirgnæfandi fylgi við mig innan raða sjálfstæðismanna, og líka hjá Kópavogsbúum, sem bæjarstjóra eftir næstu kosningar. Ég hef grun um að það hafi átt einhvern þátt í þessu." Framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðismanna rennur út á hádegi í dag. Þá skýrist hvort einhverjir aðrir en Gunnar sækist eftir fyrsta sætinu. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á gott gengi í prófkjörinu sem fram fer 20. febrúar. „Ég finn ekkert nema góða strauma í minn garð varðandi prófkjörið." Gunnsteinn segir hins vegar alla sem fylgjast með vita að Gunnar hafi unnið gegn honum og öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann sé svartsýnn fyrir hönd sjálfstæðismanna með Gunnar í leiðtogasætinu. „Ég sé ákaflega litla möguleika. Gunnar hefur staðið í illdeilum við forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er í málaferlum við bæjarfulltrúa bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég sé engin líkindi til þess að hann geti farið að starfa með þessu fólki," segir Gunnsteinn sem kveðst sjálfur hafa átt gott samstarf við alla innan bæjarstjórnar. „Það sést best á því að fjárhagsáætlun var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum," bendir hann á. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13
Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51
Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07