Segist hafa gott fylgi sem bæjarstjóraefni 9. janúar 2010 06:00 Kópavogur. Í hádeginu í dag kemur í ljós hverjir taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí.Fréttablaðið/GVA „Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí. Gunnar I. Birgisson, forveri Gunnsteins í bæjarstjórastólnum, býður sig hins vegar fram í efsta sæti sjálfstæðismanna og þar með til að verða bæjarstjóraefni flokksins. Gunnar vék úr bæjarstjórastólnum í fyrra eftir deilur um viðskipti fyrirtækis dóttur hans við bæinn. Hann tók sér síðan einnig leyfi sem bæjarfulltrúi eftir að rannsókn hófst á störfum hans og fleiri bæjarfulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Gunnar hafnar því að hafa unnið gegn Gunnsteini sem hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri og náð að sætta ólík sjónarmið. „Ég kannast ekki við einhvern ágreining eða flokkadrætti inni í flokknum. Við höfum ekkert orðið vör við það við hin að minnsta kosti," segir Gunnar sem hefur aðrar skýringar á því hvers vegna Gunnsteinn tekur ekki þátt í prófkjörinu. „Það var gerð skoðanakönnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og hún sýnir yfirgnæfandi fylgi við mig innan raða sjálfstæðismanna, og líka hjá Kópavogsbúum, sem bæjarstjóra eftir næstu kosningar. Ég hef grun um að það hafi átt einhvern þátt í þessu." Framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðismanna rennur út á hádegi í dag. Þá skýrist hvort einhverjir aðrir en Gunnar sækist eftir fyrsta sætinu. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á gott gengi í prófkjörinu sem fram fer 20. febrúar. „Ég finn ekkert nema góða strauma í minn garð varðandi prófkjörið." Gunnsteinn segir hins vegar alla sem fylgjast með vita að Gunnar hafi unnið gegn honum og öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann sé svartsýnn fyrir hönd sjálfstæðismanna með Gunnar í leiðtogasætinu. „Ég sé ákaflega litla möguleika. Gunnar hefur staðið í illdeilum við forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er í málaferlum við bæjarfulltrúa bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég sé engin líkindi til þess að hann geti farið að starfa með þessu fólki," segir Gunnsteinn sem kveðst sjálfur hafa átt gott samstarf við alla innan bæjarstjórnar. „Það sést best á því að fjárhagsáætlun var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum," bendir hann á. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí. Gunnar I. Birgisson, forveri Gunnsteins í bæjarstjórastólnum, býður sig hins vegar fram í efsta sæti sjálfstæðismanna og þar með til að verða bæjarstjóraefni flokksins. Gunnar vék úr bæjarstjórastólnum í fyrra eftir deilur um viðskipti fyrirtækis dóttur hans við bæinn. Hann tók sér síðan einnig leyfi sem bæjarfulltrúi eftir að rannsókn hófst á störfum hans og fleiri bæjarfulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Gunnar hafnar því að hafa unnið gegn Gunnsteini sem hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri og náð að sætta ólík sjónarmið. „Ég kannast ekki við einhvern ágreining eða flokkadrætti inni í flokknum. Við höfum ekkert orðið vör við það við hin að minnsta kosti," segir Gunnar sem hefur aðrar skýringar á því hvers vegna Gunnsteinn tekur ekki þátt í prófkjörinu. „Það var gerð skoðanakönnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og hún sýnir yfirgnæfandi fylgi við mig innan raða sjálfstæðismanna, og líka hjá Kópavogsbúum, sem bæjarstjóra eftir næstu kosningar. Ég hef grun um að það hafi átt einhvern þátt í þessu." Framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðismanna rennur út á hádegi í dag. Þá skýrist hvort einhverjir aðrir en Gunnar sækist eftir fyrsta sætinu. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á gott gengi í prófkjörinu sem fram fer 20. febrúar. „Ég finn ekkert nema góða strauma í minn garð varðandi prófkjörið." Gunnsteinn segir hins vegar alla sem fylgjast með vita að Gunnar hafi unnið gegn honum og öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann sé svartsýnn fyrir hönd sjálfstæðismanna með Gunnar í leiðtogasætinu. „Ég sé ákaflega litla möguleika. Gunnar hefur staðið í illdeilum við forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er í málaferlum við bæjarfulltrúa bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég sé engin líkindi til þess að hann geti farið að starfa með þessu fólki," segir Gunnsteinn sem kveðst sjálfur hafa átt gott samstarf við alla innan bæjarstjórnar. „Það sést best á því að fjárhagsáætlun var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum," bendir hann á. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13
Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51
Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07