Erlent

Öryggisverðir umkringja fangelsi Liu Xiaobo

Öryggisverðir umkringja fangelsið í Jin Zhou í Kína, þar sem friðarverðlaunahafa Nobels, Liu Xiaobo, er haldið föngnum. Ólíklegt er talið að hann viti að honum hafi verið veitt þessi virðulegustu friðarverðlaun í heimi.

Kínversk stjórnvöld hafa lokað fyrir allan fréttaflutning um verðlaunin og lokað á heimasíður á netinu sem fjalla um þau. Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi á síðasta ári fyrir óhlýðni við stjórnvöld.

Hann hefur kallað eftir lýðræðisumbótum í landinu og krafist þess að almenn mannréttindi séu virt. Eiginkona Liu mun hugðist fá að heimsækja mann sinn í fangelsið í dag og segja honum þá frá því að hann hafi fengið friðarverðlaun Nóbels.

Nýjustu fregnir herma hinsvegar að hún hafi sjálf hugsanlega verið handtekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×