Erlent

Tapaði í rússneskri rúllettu

Óli Tynes skrifar
Ekki reyna þetta heima hjá ykkur.
Ekki reyna þetta heima hjá ykkur.

Tuttugu og níu ára gamall norskur maður lét lífið þegar hann spilaði rússneska rúllettu með tveimur vinum sínum.

Norska blaðið Aftenposten segir að vinirnir tveir hafi raunar neitað að taka þátt í þessum lífshættulega leik.

Rússnesk rúlletta er þannig að skammbyssa þar sem skothylkin eru í hjóli er hlaðin einu skoti. Hjólið tekir sex skot.

Hjólinu er snúið nokkra hringi þannig að ekki er vitað hvort skothylkið liggur undir hamrinum.

Svo beina menn byssunni að höfði sér og taka í gikkinn. Norðmaðurinn slapp í fyrsta skipti sem hann tók í gikkinn og sneri þá hjólinu aftur.

Þegar hann tók í gikkinn í annað skipti lenti skothylkið undir hamrinum og skotið hljóp af með fyrrgreindum afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×