Erlent

Blackwater aftur á kreik

Óli Tynes skrifar
Liðsmenn Blackwater í Írak. Þeir þykja heldur skotglaðír.
Liðsmenn Blackwater í Írak. Þeir þykja heldur skotglaðír.

Bandaríski herinn hefur enn gert samning við einkafyrirtækið Blackwater um öryggisgæslu, að þessu sinni í Afganistan.

Blackwater þykir eiga svarta sögu frá starfsemi sinni í Írak og voru fimm starfsmenn fyrirtækisins meðal annars leiddir fyrir dómstóla fyrir dráp á óbreyttum borgurum.

Síðan hefur fyrirtækið raunar breytt um nafn og heitir nú Xe Services. En það er sami grautur í sömu skál.

Nýi samningurinn við það er um að gæta bandarískra eigna í héraðshöfuðborginni Mazar-i-Sharif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×