Erlent

Margir Norðmenn geta fallist á pyntingar

Óli Tynes skrifar
Þriðji hver Norðmaður getur fallist á pyntingar.
Þriðji hver Norðmaður getur fallist á pyntingar.

Þriðji hver Norðmaður getur fallist á að pyntingum sé beitt til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk.

Níutíu prósent þeirra setja þó mannréttindi mjög hátt á forgangslista í samfélagsmálum.

Könnunin var gerð í tengslum við ráðstefnu um frelsi og mannréttindi sem haldin er í Osló.

Ráðstefnuna sækja mannréttindasamtök, andófsmenn og baráttusamtök fyrir lýðræði frá mörgum löndum.

Í könnuninni sem hugmyndasmiðjan Civita gerði kemur í ljós að Norðmenn eru vel meðvitaðir um mannréttindi og setja þau mjög hátt.

Þeir vilja til dæmis að aðstoð við erlend ríki byggist á hugsjónum og ekki með tilliti til þess hvort Noregur geti eitthvað hagnast á henni.

Talsmaður Civita segir að með tilliti til þessa veki það sérstaka athygli að þriðji hver Norðmaður skuli geta fallist á pyntingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×