Ungt fólk til athafna Hrafnhildur Tómasdóttir skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ýtt úr vör átaki í atvinnumálum ungs fólks undir yfirskriftinni „Ungt fólk til athafna“ og nær það til ungra atvinnuleitenda 25 ára og yngri á öllu landinu. Átakið hefur það að markmiði að ungum atvinnleitendum verði boðin vinna eða virkniúrræði innan þriggja mánaða frá atvinnumissi. Stefnt er að því að þessu markmiði verði náð fyrir 1. apríl 2010. Vinnumálastofnun sér um framkvæmd átaksins og er það í höndum þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á landsbyggðinni en í Reykjavík mun ný þjónustuskrifstofa sjá um ráðgjafarþjónustu við ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu og verður sú skrifstofa opnuð 1. febrúar að Suðurlandsbraut 22 . Ráðnir hafa verið 10 nýir ráðgjafar til að sinna verkefninu, átta á höfuðborgarsvæðið og tveir á Suðrnes. Áhrif atvinnuleysis Í ágúst sl. skipuðu félags- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaraðuneyti ð starfshóp til að skoða stöðu ungra atvinnuleita. Starfshópurinn skilaði skýrslu í nóvember með tillögum að úrræðum og var megin niðurstaða hópsins að brýnt væri að grípa til aðgerða sem hefðu það meginmarkmið að hvetja ungt fólk til virkni. Starfshópurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á rýnihópagreiningu meðal 18 – 24 ára langtímaatvinnulausra ungmenna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, en þar mátti greina þær alvarlegu afleiðingar sem langatíma atvinnuleysi getur haft á andlega og líkamlega heilsu. Reynsla anarra þjóða af afleiðingum lantímaatvinnuleysis og aðgerðaleysis eru sömuleiðis víti til varnaðar og má þar nefna að í Finnlandi telja menn að heil kynslóð hafi týnst með hörmulegum afleiðingum fyrir einstaklingana og samfélagið í heild. Ný og fjölbreytt tækifæri Markmið átaksins er að koma ungum atvinnuleitendum í samfélagslega virkni í gegnum vinnu eða nám. Á árinu 2010 er markmiðið að skapa allt að 1200 ný námstækifæri í samstarfi við framhaldsskóla, símenntunarstofnanir, einkaskóla og frumgreinadeildir. Allt að 450 ný starfsþjálfunarpláss og störf við átaksverkefni í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Allt að 400 ný tækifæri við sjálfboðaliðastörf m.a. í samstarfi við Rauða krossinn, ÍSÍ og önnur sjálfboðaliðasamtök. Allt að 400 ný pláss í vinnustofum, smiðjum (Fjölsmiðu )og í atvinnutengdri endurhæfingu. Ferlið Ráðgjafar Vinnumálastofnunar boða unga atvinnuleitendur til sín þar sem þeir fá kynningu á fjölbreyttum tækifærum og verkefnum sem þeim býðst að takast á við í atvinnuleysinu. Þeim býðst sömuleiðis öflug náms- og starfsráðgjöf og tækifæri til að kortleggja áhugasvið sitt og hæfni og aðstoð við að setja sér markmið til framtíðar varðandi náms- og starfsval. Það eina sem ekki er í boði er að velja aðgerðarleysi og óvirkni. Samfélagsleg ábyrgð - þjóðarátak Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímatvinnuleysis og þykir sýnt að afleiðingar þess að hefja starfsferilinn í atvinnuleysi geti haft áhrif starfsævina á enda. Það er ljóst að til þess að koma í veg fyrir þessa vá þurfum við að kalla eftir þjóðarátaki. Verkefnisstjórn verkefnisins hefur síðustu vikur leitað eftir samstarfi við fjölmarga aðila, s.s. sveitarfélög, stéttarfélög, framhaldsskóla, símenntunarmiðstöðvar, sjálfboðaliðasamtök , atvinnurekendur og ýmsa sérfræðinga og hefur verið afar ánægjulegt að greina þann mikla stuðning sem verekfnið fær. Við viljum þakka fyrir þennan stuðning og hlökkum til samstarfsins. Ungt fók til athafna fyrir unga fókið og framtíðina. Höfundur er verkefnisstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ýtt úr vör átaki í atvinnumálum ungs fólks undir yfirskriftinni „Ungt fólk til athafna“ og nær það til ungra atvinnuleitenda 25 ára og yngri á öllu landinu. Átakið hefur það að markmiði að ungum atvinnleitendum verði boðin vinna eða virkniúrræði innan þriggja mánaða frá atvinnumissi. Stefnt er að því að þessu markmiði verði náð fyrir 1. apríl 2010. Vinnumálastofnun sér um framkvæmd átaksins og er það í höndum þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á landsbyggðinni en í Reykjavík mun ný þjónustuskrifstofa sjá um ráðgjafarþjónustu við ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu og verður sú skrifstofa opnuð 1. febrúar að Suðurlandsbraut 22 . Ráðnir hafa verið 10 nýir ráðgjafar til að sinna verkefninu, átta á höfuðborgarsvæðið og tveir á Suðrnes. Áhrif atvinnuleysis Í ágúst sl. skipuðu félags- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaraðuneyti ð starfshóp til að skoða stöðu ungra atvinnuleita. Starfshópurinn skilaði skýrslu í nóvember með tillögum að úrræðum og var megin niðurstaða hópsins að brýnt væri að grípa til aðgerða sem hefðu það meginmarkmið að hvetja ungt fólk til virkni. Starfshópurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á rýnihópagreiningu meðal 18 – 24 ára langtímaatvinnulausra ungmenna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, en þar mátti greina þær alvarlegu afleiðingar sem langatíma atvinnuleysi getur haft á andlega og líkamlega heilsu. Reynsla anarra þjóða af afleiðingum lantímaatvinnuleysis og aðgerðaleysis eru sömuleiðis víti til varnaðar og má þar nefna að í Finnlandi telja menn að heil kynslóð hafi týnst með hörmulegum afleiðingum fyrir einstaklingana og samfélagið í heild. Ný og fjölbreytt tækifæri Markmið átaksins er að koma ungum atvinnuleitendum í samfélagslega virkni í gegnum vinnu eða nám. Á árinu 2010 er markmiðið að skapa allt að 1200 ný námstækifæri í samstarfi við framhaldsskóla, símenntunarstofnanir, einkaskóla og frumgreinadeildir. Allt að 450 ný starfsþjálfunarpláss og störf við átaksverkefni í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Allt að 400 ný tækifæri við sjálfboðaliðastörf m.a. í samstarfi við Rauða krossinn, ÍSÍ og önnur sjálfboðaliðasamtök. Allt að 400 ný pláss í vinnustofum, smiðjum (Fjölsmiðu )og í atvinnutengdri endurhæfingu. Ferlið Ráðgjafar Vinnumálastofnunar boða unga atvinnuleitendur til sín þar sem þeir fá kynningu á fjölbreyttum tækifærum og verkefnum sem þeim býðst að takast á við í atvinnuleysinu. Þeim býðst sömuleiðis öflug náms- og starfsráðgjöf og tækifæri til að kortleggja áhugasvið sitt og hæfni og aðstoð við að setja sér markmið til framtíðar varðandi náms- og starfsval. Það eina sem ekki er í boði er að velja aðgerðarleysi og óvirkni. Samfélagsleg ábyrgð - þjóðarátak Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímatvinnuleysis og þykir sýnt að afleiðingar þess að hefja starfsferilinn í atvinnuleysi geti haft áhrif starfsævina á enda. Það er ljóst að til þess að koma í veg fyrir þessa vá þurfum við að kalla eftir þjóðarátaki. Verkefnisstjórn verkefnisins hefur síðustu vikur leitað eftir samstarfi við fjölmarga aðila, s.s. sveitarfélög, stéttarfélög, framhaldsskóla, símenntunarmiðstöðvar, sjálfboðaliðasamtök , atvinnurekendur og ýmsa sérfræðinga og hefur verið afar ánægjulegt að greina þann mikla stuðning sem verekfnið fær. Við viljum þakka fyrir þennan stuðning og hlökkum til samstarfsins. Ungt fók til athafna fyrir unga fókið og framtíðina. Höfundur er verkefnisstjóri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar