Handbolti

Ingimundur byrjar leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Igimundur fær meðferð hjá Elís fyrir leikinn í dag.
Igimundur fær meðferð hjá Elís fyrir leikinn í dag. Mynd/E. Stefán

Ingimundur Ingimundarson verður í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Rússlandi í dag. Þetta staðfesti Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari íslenska liðsins, við Vísi nú rétt í þessu.

Ingimundur tognaði í nára í leiknum gegn Króatíu í gær. „Það er ekkert annað að gera en að láta reyna á þetta og sjá svo til," sagði Elís Þór.

Sverre Jakobsson verður einnig á fullu í leiknum en hann meiddist á putta í leiknum gegn Danmörku um helgina.

„Það gekk mjög vel hjá Sverre í gær. Ég bjó til spelku fyrir puttann og hún hélt vel."

Annars er Elís ánægður með ástand leikmanna. „Ég hef oft séð það mun verra fyrir fimmta leik. Ég get því varla kvartað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×