Lífið

Russell segist ekki harður, les bara ljóð

Russell Crowe segist aldrei hafa slegið ljósmyndara.
Russell Crowe segist aldrei hafa slegið ljósmyndara.

Ástralski leikarinn Russell Crowe segist ekki vera eins harður og ýmsir fjölmiðlar vilja vera láta.

„Fólk kallar mig „harðan nagla", en það er alveg út í hött. Ég þekki harða nagla og ég er ekki einn þeirra. Ég hef gaman af ljóðalestri, ég sem tónlist í frítíma mínum. Ég er farðaður í vinnunni! Ef ég væri harður nagli þá væri ég ómögulegur í því sem ég geri," sagði Crowe, sem tók einnig fyrir að hafa nokkurn tímann slegið til ljósmyndara.

„Ég hef aldrei slegið ljósmyndara. En ég hef húðskammað þá og þeir þola mig ekki fyrir það."

Hvað sem því líður þá er Russell nokkuð harður í nýju stiklunni fyrir Robin Hood, eins og sjá má hér, en myndin verður frumsýnd eftir viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.