Spilar á World Expo í Kína 6. september 2010 04:30 Ólafur Arnalds heldur til Kína í vikunni ásamt hljómsveit sinni en þau ætla meðal annars að spila á heimssýningunni í Sjanghæ. „Við förum á þriðjudaginn og svo eru tónleikarnir sjálfir næstkomandi föstudag," segir Ólafur Arnalds tónlistamaður en hann er að fara að spila á World Expo sýningunni í Sjanghæ. Þjóðhátíðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt á föstudaginn 11 september og verður Ólafur að spila meðal annars fyrir Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. „Þetta verður voðalega gaman og það er alltaf gaman að koma til Asíu," segir Ólafur en hann og hljómsveitin hans hafa ákveðið að framlengja ferðalaginu um tvær vikur og fara á smá tónleikaferðalag um Kína og spila svo á tónlistarhátíð í Hollandi á leiðinni heim. „Við ákváðum að nýta þetta langa ferðalag til að spila á fleiri stöðum í landinu. Ég hef áður spilað í Kína og það gekk mjög vel," segir Ólafur en með honum í för er sex manna hljómsveit og eru þau á fullu í undirbúning þessa dagana. „Við erum að búa til nýtt „show" og í dag er ég til dæmis að læra inn á svona tölvustýrða ljósatakka. Mjög hressandi," segir Ólafur en hann á nokkkrum vinsældum að fagna í Kína og hefur til að mynda selt margar plötur. Aðspurður hvort hann viti ástæðuna fyrir velgenginni svarar ólafur hlæjandi „Ætli það sé bara ekki vegna þess að þeir eru svo fjölmenn þjóð, nei ég veit það ekki en það er gaman." Hann segir að það sé frábær upplifun að spila fyrir kínverska áhorfendur og að hann finni strax að það er önnur stemming á tónleikum. „Kínverjar bera mikla virðingu fyrir tónlistinni og eru einbeittir þegar þeir hlusta á tónlistina. Svo einbeittir að þeir þora varla að klappa milli laga en bæta það svo upp með því að klappa þeim mun meira í lokin," segir Ólafur en Íslendingar fá næst að berja hann augum á Airwaves hátíðinni í október. -áp Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
„Við förum á þriðjudaginn og svo eru tónleikarnir sjálfir næstkomandi föstudag," segir Ólafur Arnalds tónlistamaður en hann er að fara að spila á World Expo sýningunni í Sjanghæ. Þjóðhátíðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt á föstudaginn 11 september og verður Ólafur að spila meðal annars fyrir Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. „Þetta verður voðalega gaman og það er alltaf gaman að koma til Asíu," segir Ólafur en hann og hljómsveitin hans hafa ákveðið að framlengja ferðalaginu um tvær vikur og fara á smá tónleikaferðalag um Kína og spila svo á tónlistarhátíð í Hollandi á leiðinni heim. „Við ákváðum að nýta þetta langa ferðalag til að spila á fleiri stöðum í landinu. Ég hef áður spilað í Kína og það gekk mjög vel," segir Ólafur en með honum í för er sex manna hljómsveit og eru þau á fullu í undirbúning þessa dagana. „Við erum að búa til nýtt „show" og í dag er ég til dæmis að læra inn á svona tölvustýrða ljósatakka. Mjög hressandi," segir Ólafur en hann á nokkkrum vinsældum að fagna í Kína og hefur til að mynda selt margar plötur. Aðspurður hvort hann viti ástæðuna fyrir velgenginni svarar ólafur hlæjandi „Ætli það sé bara ekki vegna þess að þeir eru svo fjölmenn þjóð, nei ég veit það ekki en það er gaman." Hann segir að það sé frábær upplifun að spila fyrir kínverska áhorfendur og að hann finni strax að það er önnur stemming á tónleikum. „Kínverjar bera mikla virðingu fyrir tónlistinni og eru einbeittir þegar þeir hlusta á tónlistina. Svo einbeittir að þeir þora varla að klappa milli laga en bæta það svo upp með því að klappa þeim mun meira í lokin," segir Ólafur en Íslendingar fá næst að berja hann augum á Airwaves hátíðinni í október. -áp
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira