Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi gera mynd um kynleiðréttingu 2. september 2010 10:00 Haukur Ingi og Ragnhildur Steinunn hafa fengið vilyrði fyrir styrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera heimildarmynd um kynleiðréttingarferlið hjá 34 ára gamalli konu sem fæddist sem karlmaður. „Þetta er bara þessi venjulega stelpa sem gæti þess vegna staðið við hliðina á manni úti í búð án þess að maður gerði sér grein fyrir því að hún hefði einu sinni verið karlmaður," segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona, en hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Guðnasyni, sálfræðingi og leikmanni Keflavíkur í Pepsi-deildinni, unnið að gerð heimildarmyndar undanfarið eitt og hálft ár um 34 gamla stúlku sem fæddist í líkama karlmanns. Myndin fékk nýverið vilyrði fyrir styrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands en auk þess styrkir Vífilfell gerð hennar. Ragnhildur hefur notið aðstoðar hjá Hreyfimyndasmiðjunni og Poppola Pictures þar sem leikstjórinn Ólafur Jóhannesson ræður ríkjum. Myndin fylgir konunni eftir árið áður en hún fer í kynleiðréttingu og svo árið eftir til að fylgjast með hvernig hið daglega líf gengur fyrir sig hjá fólki sem gengst undir svona mikla breytingu á sínu lífi. Myndin verður því ekki frumsýnd fyrr en næsta sumar. Ragnhildur segir þau hjónin vera ágætis teymi. „Haukur Ingi er náttúrlega sálfræðingur og hefur því verið að kafa ofan í sálfræðikenningar um þetta málefni og andlega þáttinn. Ég er menntaður sjúkraþjálfari þannig að ég hef verið að pæla í líkamlega þættinum, hormónameðferðinni og aðgerðinni sjálfri." Ragnhildur kveðst hafa heillast strax af sögu þessarar konu. „Þegar hún sagði mér að hún hefði fæðst sem karlmaður þá hélt ég í alvörunni að hún væri að ljúga," segir Ragnhildur. Umræðan um kynleiðréttingu er enn mikið tabú í þjóðfélaginu. Og ímynd þeirra hefur kannski verið skrumskæld í fjölmiðlum. „Þegar við fórum að lesa okkur betur til um þetta þá komumst við að því að þetta eru yfirleitt einstaklingar sem falla vel inn í samfélagið og eru bara þessi venjulegi nágranni, bara hæglátir og rólegir." Ragnhildur segir þau einfaldlega hafa slysast til að gera myndina. „Mér fannst þessi saga svo framandi og áhugaverð að mér rann blóðið til skyldunnar að leyfa öðrum að heyra hana og sjá." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Þetta er bara þessi venjulega stelpa sem gæti þess vegna staðið við hliðina á manni úti í búð án þess að maður gerði sér grein fyrir því að hún hefði einu sinni verið karlmaður," segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona, en hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Guðnasyni, sálfræðingi og leikmanni Keflavíkur í Pepsi-deildinni, unnið að gerð heimildarmyndar undanfarið eitt og hálft ár um 34 gamla stúlku sem fæddist í líkama karlmanns. Myndin fékk nýverið vilyrði fyrir styrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands en auk þess styrkir Vífilfell gerð hennar. Ragnhildur hefur notið aðstoðar hjá Hreyfimyndasmiðjunni og Poppola Pictures þar sem leikstjórinn Ólafur Jóhannesson ræður ríkjum. Myndin fylgir konunni eftir árið áður en hún fer í kynleiðréttingu og svo árið eftir til að fylgjast með hvernig hið daglega líf gengur fyrir sig hjá fólki sem gengst undir svona mikla breytingu á sínu lífi. Myndin verður því ekki frumsýnd fyrr en næsta sumar. Ragnhildur segir þau hjónin vera ágætis teymi. „Haukur Ingi er náttúrlega sálfræðingur og hefur því verið að kafa ofan í sálfræðikenningar um þetta málefni og andlega þáttinn. Ég er menntaður sjúkraþjálfari þannig að ég hef verið að pæla í líkamlega þættinum, hormónameðferðinni og aðgerðinni sjálfri." Ragnhildur kveðst hafa heillast strax af sögu þessarar konu. „Þegar hún sagði mér að hún hefði fæðst sem karlmaður þá hélt ég í alvörunni að hún væri að ljúga," segir Ragnhildur. Umræðan um kynleiðréttingu er enn mikið tabú í þjóðfélaginu. Og ímynd þeirra hefur kannski verið skrumskæld í fjölmiðlum. „Þegar við fórum að lesa okkur betur til um þetta þá komumst við að því að þetta eru yfirleitt einstaklingar sem falla vel inn í samfélagið og eru bara þessi venjulegi nágranni, bara hæglátir og rólegir." Ragnhildur segir þau einfaldlega hafa slysast til að gera myndina. „Mér fannst þessi saga svo framandi og áhugaverð að mér rann blóðið til skyldunnar að leyfa öðrum að heyra hana og sjá." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira