Innlent

Um 83% á móti lögleiðingu kannabisefna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fæstir Íslendinga vilja leyfa kannabisreykingar.
Fæstir Íslendinga vilja leyfa kannabisreykingar.
Um 83% svarenda í skoðanakönnun MMR eru andvíg lögleiðingu á neyslu kannabisefna en um 17% eru því fylgjandi. Hins vegar eru um 51% karla á aldrinum 18-29 ára fylgjandi lögleiðingu efnisins. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í byrjun nóvember.

Af öllum þeim sem afstöðu tóku til spurningarinnar reyndust 68,1% vera mjög andvígir, 15% sögðust vera frekar andvígir, 9,1% sögðust vera frekar fylgjandi og 7,8% sögðust vera mjög fylgjandi.

Könnunin var gerð dagana 3.-5. nóvember og voru svarendur á aldrinum 18-67 ára. Þeir voru valdir handahófskennt úr þjóðskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×