Sáttaleið í sjávarútvegi 23. janúar 2010 06:00 Sigurvin Guðfinnsson, Hannes Friðriksson og Kristján Þ. Davíðsson skrifa um sjávarútvegsmál. Erfið staða sjávarútvegsins og misjafnt álit meðal þjóðarinnar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarkerfisins kallar á endurskoðun þess ef sátt á að nást um það. Í því sambandi höfum við undirritaðir velt fyrir okkur hugmyndum og leiðum að breytingum. Hugmyndir hafa verið uppi um ýmsar útgáfur af fyrningarleiðum sem flestar eiga það sammerkt að útfærsla þeirra tekur langan tíma og hafa flestar skapað úlfúð fremur en sátt. Hugmynd okkar gengur út á það að ríkið taki gjald af veiðiheimildum byggt á úthlutun núverandi kvótakerfis og að sátt náist á milli hagsmunaaðila um útfærslu. Þeir hagsmunaaðilar sem um ræðir eru útgerðir, stjórnvöld og lánardrottnar útgerðarinnar. Heildarskuldir sjávarútvegsins eru nú taldar vera um 500-600 milljarðar króna og eru augljóslega mjög íþyngjandi fyrir hann. Þótt hluti sé vegna framvirkra samninga, að hluta til gjaldeyrisvarnir og að hluta til brask er ljóst að stór hluti þessara skulda er tilkominn vegna viðskipta með veiðiheimildir, sem að miklu leyti hafa skipt um hendur frá því kvótakerfið var sett á laggirnar. Ljóst er að stór hluti þeirrar tekna sem nú er aflað í sjávarútveginum fer í greiðslu af þessum lánaskuldbindingum.Ríkið taki yfir veiðiheimildir og veðskuldirHannes FriðrikssonTillaga okkar reynir á eins mildilegan hátt og mögulegt er að taka tillit til hagsmuna beggja aðila, en jafnframt er bæði gætt sanngirnissjónarmiða um að greitt sé fyrir afnot af sameiginlegri auðlind um leið og rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins við nýjar aðstæður er tryggður til framtíðar. Tillaga okkar er að ríkið yfirtaki allan kvóta frá útgerðum, en greiði þeim fyrir hann með yfirtöku þeirra veðskulda sem eru tilkomnar vegna kvótakaupa hverrar útgerðar. Ríkið leigir síðan útgerðunum til baka kvótann á viðráðanlegu verði sem útgerðin getur staðið undir, eftir að hafa losnað við framangreindar veðskuldir. Skuldir sem eru kvótakaupum óviðkomandi, eins og til dæmis vegna framvirkra gjaldeyrissamninga, yrðu að sjálfsögðu eftir.Mikilvægt er að hagsmunaaðilar komi sér saman um hvert innlausnarverð á kvótanum skuli vera, sem lagt verði til grundvallar á uppgreiðslu skulda útgerðarinnar. Með þessari aðferð er eignarréttur þeirra sem keypt hafa kvóta virtur og sanngirni gætt gagnvart þeim við yfirtöku kvótans. Sú greiðsla sem ríkið innir af hendi yrði í formi ríkisskuldabréfa til langs tíma. Þessi skuldabréf geta síðan gengið kaupum og sölum á frjálsum markaði og væru til dæmis nýtanleg til greiðslu á veiðileigu.Heimildir leigðar út afturkristján Þ. Davíðsson.Eftir yfirtöku ríkisins á veiðiheimildum er tillaga okkar að ríkið leigi veiðiheimildirnar aftur til útgerða í samræmi við þeirra áður útgefnu úthlutun í kvótakerfinu, þ.e. að hver útgerð hafi forgangsheimild til að leigja áður úthlutaðar veiðiheimildir, einnig eftir að ríkið kaupir þær til baka. Ef útgerð vill ekki leigja til sín allar þær heimildir sem hún á rétt á, þá renni þær í sameiginlegan frjálsan pott sem ætlaður er til nýliðunar í greininni og til vaxtar fyrir þá sem standa sig vel. Útgerð gæti aðeins einu sinni hafnað leigu á sinni „gömlu" úthlutun, t.d. vegna viðhalds, bilana eða úreldingar skipa/minnkunar umsvifa, eftir það kæmi til skerðingar sem höfnun nemur og aflaheimildin sem útgerðin hafnaði rynni þá sjálfkrafa í frjálsa pottinn. Þetta myndi styrkja stöðu nýliðanna og væntanlega aukast eftir því sem tíminn líður. Einnig teldum við rétt að skoða það að taka lítinn hluta, til dæmis á bilinu 1-3% af öllum botnfisktegundum og setja strax í upphafi við yfirtöku kvótans í þennan frjálsa pott, til þess að hann sé þegar til staðar, í upphafi nýs fyrirkomulags. Síðari hafnanir, sem reikna má með að verði alltaf einhverjar myndu svo auka vægi frjálsa pottsins. Það sem væri afgangs eftir leigu til nýliða yrði svo boðið öllum útgerðum til leigu á frjálsum markaði. Til að tryggja sveigjanleika má vel hugsa sér að útgerðir hefðu leyfi til að framleigja kvóta til annarra útgerða að einhverju marki.Telja má að verði hugmyndir sem þessi að veruleika aukist líkur á að sátt náist hvað varðar þau ágreiningsatriði sem fylgt hafa kvótakerfinu frá upphafi, meðal annars það að ljóst sé að kvótinn sé sameign þjóðarinnar og að veðsetning á óveiddum fiski í sjónum sé óheimil. Einnig verður tryggt að nýliðun verði innbyggð í kerfið og allir hafi þar sömu möguleika til þess að taka þátt í krafti dugnaðar og útsjónarsemi. Einnig er tryggt að öll aukning eða minnkun í kvóta verði jafnt látin ganga yfir alla og þá miðað við úthlutunarrétt viðkomandi á því fiskveiðiári sem um ræðir.Tvö markmiðSegja má að þessar hugmyndir miði að tvennu. Að kvótinn verði eign þjóðarinnar/ríkisins og að ljóst sé að sá kostnaður sem lagt er í skili sér til baka í formi þess leigugjalds sem innheimt verður. Það leigugjald verður þó að vera það sanngjarnt að það megi takast að skjóta stoðum undir eðlileg rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Til þess að þetta verði unnt verður því að reikna út hver sá kostnaður verður sem slík yfirtaka hefur í för með sér. Finna verður leið til að dreifa þeim kostnaði yfir svo langan tíma sem mögulegt er. Við þetta munu heildarskuldir sjávarútvegsins minnka verulega og rekstrarskilyrði hans batna í bráð og lengd.Með þessu kerfi verða skip söluvara eins og áður var, þar sem söluandvirði skips er miðað við skipið sjálft, án kvóta. Þau verðmæti sem eru í skipunum munu að sjálfsögðu þróast í takt við verðmætasköpun í greininni. Þetta mun skapa það veðhæfi sem fyrirtækjunum eru nauðsynleg til rekstrar og þar með tryggja ábyrgð eigendanna á rekstrinum, fremur en dugnaður þeirra við að slá lán langt yfir raunverulegu verðmæti skipa með núverandi fyrirkomulagi á „veðsetningu" veiðiheimilda, sem felst í því að lánastofnanir hafa úrslitavald um flutning veiðiheimilda á milli skipa og útgerða, sem er í raun veðsetning veiðiheimilda þótt óbein sé og gengur gegn anda lagasetningar um að veðsetning veiðiheimilda sé óheimil.Fallist menn á að nú sé tækifæri til að ríkið yfirtaki veiðiheimildirnar verður það að gerast í fullri sátt aðila og á þann hátt að sjávarútvegur haldi hér áfram að þróast og styrkist í kjölfarið.Höfundar eru áhugamenn um sjávarútvegsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Sigurvin Guðfinnsson, Hannes Friðriksson og Kristján Þ. Davíðsson skrifa um sjávarútvegsmál. Erfið staða sjávarútvegsins og misjafnt álit meðal þjóðarinnar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarkerfisins kallar á endurskoðun þess ef sátt á að nást um það. Í því sambandi höfum við undirritaðir velt fyrir okkur hugmyndum og leiðum að breytingum. Hugmyndir hafa verið uppi um ýmsar útgáfur af fyrningarleiðum sem flestar eiga það sammerkt að útfærsla þeirra tekur langan tíma og hafa flestar skapað úlfúð fremur en sátt. Hugmynd okkar gengur út á það að ríkið taki gjald af veiðiheimildum byggt á úthlutun núverandi kvótakerfis og að sátt náist á milli hagsmunaaðila um útfærslu. Þeir hagsmunaaðilar sem um ræðir eru útgerðir, stjórnvöld og lánardrottnar útgerðarinnar. Heildarskuldir sjávarútvegsins eru nú taldar vera um 500-600 milljarðar króna og eru augljóslega mjög íþyngjandi fyrir hann. Þótt hluti sé vegna framvirkra samninga, að hluta til gjaldeyrisvarnir og að hluta til brask er ljóst að stór hluti þessara skulda er tilkominn vegna viðskipta með veiðiheimildir, sem að miklu leyti hafa skipt um hendur frá því kvótakerfið var sett á laggirnar. Ljóst er að stór hluti þeirrar tekna sem nú er aflað í sjávarútveginum fer í greiðslu af þessum lánaskuldbindingum.Ríkið taki yfir veiðiheimildir og veðskuldirHannes FriðrikssonTillaga okkar reynir á eins mildilegan hátt og mögulegt er að taka tillit til hagsmuna beggja aðila, en jafnframt er bæði gætt sanngirnissjónarmiða um að greitt sé fyrir afnot af sameiginlegri auðlind um leið og rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins við nýjar aðstæður er tryggður til framtíðar. Tillaga okkar er að ríkið yfirtaki allan kvóta frá útgerðum, en greiði þeim fyrir hann með yfirtöku þeirra veðskulda sem eru tilkomnar vegna kvótakaupa hverrar útgerðar. Ríkið leigir síðan útgerðunum til baka kvótann á viðráðanlegu verði sem útgerðin getur staðið undir, eftir að hafa losnað við framangreindar veðskuldir. Skuldir sem eru kvótakaupum óviðkomandi, eins og til dæmis vegna framvirkra gjaldeyrissamninga, yrðu að sjálfsögðu eftir.Mikilvægt er að hagsmunaaðilar komi sér saman um hvert innlausnarverð á kvótanum skuli vera, sem lagt verði til grundvallar á uppgreiðslu skulda útgerðarinnar. Með þessari aðferð er eignarréttur þeirra sem keypt hafa kvóta virtur og sanngirni gætt gagnvart þeim við yfirtöku kvótans. Sú greiðsla sem ríkið innir af hendi yrði í formi ríkisskuldabréfa til langs tíma. Þessi skuldabréf geta síðan gengið kaupum og sölum á frjálsum markaði og væru til dæmis nýtanleg til greiðslu á veiðileigu.Heimildir leigðar út afturkristján Þ. Davíðsson.Eftir yfirtöku ríkisins á veiðiheimildum er tillaga okkar að ríkið leigi veiðiheimildirnar aftur til útgerða í samræmi við þeirra áður útgefnu úthlutun í kvótakerfinu, þ.e. að hver útgerð hafi forgangsheimild til að leigja áður úthlutaðar veiðiheimildir, einnig eftir að ríkið kaupir þær til baka. Ef útgerð vill ekki leigja til sín allar þær heimildir sem hún á rétt á, þá renni þær í sameiginlegan frjálsan pott sem ætlaður er til nýliðunar í greininni og til vaxtar fyrir þá sem standa sig vel. Útgerð gæti aðeins einu sinni hafnað leigu á sinni „gömlu" úthlutun, t.d. vegna viðhalds, bilana eða úreldingar skipa/minnkunar umsvifa, eftir það kæmi til skerðingar sem höfnun nemur og aflaheimildin sem útgerðin hafnaði rynni þá sjálfkrafa í frjálsa pottinn. Þetta myndi styrkja stöðu nýliðanna og væntanlega aukast eftir því sem tíminn líður. Einnig teldum við rétt að skoða það að taka lítinn hluta, til dæmis á bilinu 1-3% af öllum botnfisktegundum og setja strax í upphafi við yfirtöku kvótans í þennan frjálsa pott, til þess að hann sé þegar til staðar, í upphafi nýs fyrirkomulags. Síðari hafnanir, sem reikna má með að verði alltaf einhverjar myndu svo auka vægi frjálsa pottsins. Það sem væri afgangs eftir leigu til nýliða yrði svo boðið öllum útgerðum til leigu á frjálsum markaði. Til að tryggja sveigjanleika má vel hugsa sér að útgerðir hefðu leyfi til að framleigja kvóta til annarra útgerða að einhverju marki.Telja má að verði hugmyndir sem þessi að veruleika aukist líkur á að sátt náist hvað varðar þau ágreiningsatriði sem fylgt hafa kvótakerfinu frá upphafi, meðal annars það að ljóst sé að kvótinn sé sameign þjóðarinnar og að veðsetning á óveiddum fiski í sjónum sé óheimil. Einnig verður tryggt að nýliðun verði innbyggð í kerfið og allir hafi þar sömu möguleika til þess að taka þátt í krafti dugnaðar og útsjónarsemi. Einnig er tryggt að öll aukning eða minnkun í kvóta verði jafnt látin ganga yfir alla og þá miðað við úthlutunarrétt viðkomandi á því fiskveiðiári sem um ræðir.Tvö markmiðSegja má að þessar hugmyndir miði að tvennu. Að kvótinn verði eign þjóðarinnar/ríkisins og að ljóst sé að sá kostnaður sem lagt er í skili sér til baka í formi þess leigugjalds sem innheimt verður. Það leigugjald verður þó að vera það sanngjarnt að það megi takast að skjóta stoðum undir eðlileg rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Til þess að þetta verði unnt verður því að reikna út hver sá kostnaður verður sem slík yfirtaka hefur í för með sér. Finna verður leið til að dreifa þeim kostnaði yfir svo langan tíma sem mögulegt er. Við þetta munu heildarskuldir sjávarútvegsins minnka verulega og rekstrarskilyrði hans batna í bráð og lengd.Með þessu kerfi verða skip söluvara eins og áður var, þar sem söluandvirði skips er miðað við skipið sjálft, án kvóta. Þau verðmæti sem eru í skipunum munu að sjálfsögðu þróast í takt við verðmætasköpun í greininni. Þetta mun skapa það veðhæfi sem fyrirtækjunum eru nauðsynleg til rekstrar og þar með tryggja ábyrgð eigendanna á rekstrinum, fremur en dugnaður þeirra við að slá lán langt yfir raunverulegu verðmæti skipa með núverandi fyrirkomulagi á „veðsetningu" veiðiheimilda, sem felst í því að lánastofnanir hafa úrslitavald um flutning veiðiheimilda á milli skipa og útgerða, sem er í raun veðsetning veiðiheimilda þótt óbein sé og gengur gegn anda lagasetningar um að veðsetning veiðiheimilda sé óheimil.Fallist menn á að nú sé tækifæri til að ríkið yfirtaki veiðiheimildirnar verður það að gerast í fullri sátt aðila og á þann hátt að sjávarútvegur haldi hér áfram að þróast og styrkist í kjölfarið.Höfundar eru áhugamenn um sjávarútvegsmál.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar