Lífið

Hugh Grant huggar Liz Hurley

Hugh Grant fór heim til Liz Hurley og huggaði hana á erfiðum tímum.
Hugh Grant fór heim til Liz Hurley og huggaði hana á erfiðum tímum.

Breska blaðið Daily Mirror greinir frá því í gær að breska fyrirsætan Liz Hurley hafi eignast óvæntan hauk í horni. Á miðvikudaginn hafi fyrrverandi kærasti hennar, Hugh Grant, kíkt í heimsókn og gefið henni nokkur heilræði. Hurley var þá nýbúin að sækja son sinn Damien úr skóla og mun Hugh hafa dvalið á heimili þeirra í hálftíma en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Hurley skilin við indverskan eiginmann sinn, Arun Nayar.

Rifjað skal upp fyrir þá sem ekki muna svo langt aftur í tímann að Hugh og Hurley voru saman í þrettán ár en skildu árið 2000. Þótt ástæðan hafi ekki verið gefin upp opinberlega er almennt talið að Hurley hafi ekki getað fyrirgefið Hugh þegar hann var gripinn af lögreglunni í Los Angeles, með allt niðrum sig, í bókstaflegri merkingu, í heitum leik ásamt vændiskonunni Divine Brown. Myndin sem lögreglan tók af Hugh fór eins og eldur í sinu um netið en Divine græddi morðfjár á þessu litla ástarævintýri sínu með breska leikaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.