Hætta á útbreiðslu sjúkdóma á Haítí 22. janúar 2010 04:00 Búa til svefnaðstöðu Íbúar í Port-au-Prince þrífa götu til að koma sér upp svefnaðstöðu.nordicphotos/AFP Jarðýtur eru notaðar til að grafa þúsundir manna á dag í fjöldagröfum sem teknar hafa verið í skyndi í hæðunum umhverfis Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Tólf daga biðlistar eru sagðir vera á lækningastöðvum, fjöldi fólks er með ómeðhöndluð sár sem tekið er að grafa í og þúsundir manna hafast við í bráðabirgðaskýlum þar sem hætta er á að smitsjúkdómar blossi upp. „Næsta heilbrigðisváin gæti falist í því að niðurgangspestir, öndunarfærasýkingar og aðrir sjúkdómar breiðist út meðal þeirra hundruð þúsunda Haíta sem búa í yfirfullum búðum við lélega eða enga hreinlætisaðstöðu,“ segir Craig Elder, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá samtökunum Læknar án landamæra. Talið er að jarðskjálftinn í síðustu viku hafi kostað 200 þúsund manns lífið. Um áttatíu þúsund þeirra hafa verið grafnir í fjöldagröfum. Um tvær milljónir eru nú taldar hafa misst heimili sitt og um 250 þúsund eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. Meðal þeirra sem unnu við það átakanlega verk að koma fólki í fjöldagrafir í Titanyen, eyðisvæði norðan við höfuðborgina, er Foultine Fequiert. Hann er 38 ára, huldi andlit sitt með bol til að verjast stækjunni og sagðist hafa tekið á móti tíu þúsund líkum á miðvikudaginn. „Ég hef séð svo mörg börn, svo gríðarlega mörg börn. Ég get ekki sofið á nóttunni og ef ég sef þá er ég með stöðugar martraðir,“ segir hann. Félagar hans segjast ekki hafa neinn tíma til að veita fólki almennilega útför. Ekki sé einu sinni hægt að verða við óskum hjálparstofnana um að hafa grafirnar nægilega grunnar til þess að auðvelda fólki að hafa uppi á látnum ástvinum sínum síðar meir. „Við bara sturtum þeim niður og fyllum yfir,“ segir Luckner Clerzier, sem var að leiðbeina ökumönnum flutningabíla að annarri gröf lengra upp með veginum. Í gær var fimm ára dreng bjargað á lífi úr rústum heimilis síns, níu dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi eru hverfandi, þótt björgunarfólk hafi ekki gefið upp vonina. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki, og á hverjum degi hverfa fleiri nálar,“ sagði Steven Shin, einn þeirra björgunarmanna sem enn voru að störfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Jarðýtur eru notaðar til að grafa þúsundir manna á dag í fjöldagröfum sem teknar hafa verið í skyndi í hæðunum umhverfis Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Tólf daga biðlistar eru sagðir vera á lækningastöðvum, fjöldi fólks er með ómeðhöndluð sár sem tekið er að grafa í og þúsundir manna hafast við í bráðabirgðaskýlum þar sem hætta er á að smitsjúkdómar blossi upp. „Næsta heilbrigðisváin gæti falist í því að niðurgangspestir, öndunarfærasýkingar og aðrir sjúkdómar breiðist út meðal þeirra hundruð þúsunda Haíta sem búa í yfirfullum búðum við lélega eða enga hreinlætisaðstöðu,“ segir Craig Elder, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá samtökunum Læknar án landamæra. Talið er að jarðskjálftinn í síðustu viku hafi kostað 200 þúsund manns lífið. Um áttatíu þúsund þeirra hafa verið grafnir í fjöldagröfum. Um tvær milljónir eru nú taldar hafa misst heimili sitt og um 250 þúsund eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. Meðal þeirra sem unnu við það átakanlega verk að koma fólki í fjöldagrafir í Titanyen, eyðisvæði norðan við höfuðborgina, er Foultine Fequiert. Hann er 38 ára, huldi andlit sitt með bol til að verjast stækjunni og sagðist hafa tekið á móti tíu þúsund líkum á miðvikudaginn. „Ég hef séð svo mörg börn, svo gríðarlega mörg börn. Ég get ekki sofið á nóttunni og ef ég sef þá er ég með stöðugar martraðir,“ segir hann. Félagar hans segjast ekki hafa neinn tíma til að veita fólki almennilega útför. Ekki sé einu sinni hægt að verða við óskum hjálparstofnana um að hafa grafirnar nægilega grunnar til þess að auðvelda fólki að hafa uppi á látnum ástvinum sínum síðar meir. „Við bara sturtum þeim niður og fyllum yfir,“ segir Luckner Clerzier, sem var að leiðbeina ökumönnum flutningabíla að annarri gröf lengra upp með veginum. Í gær var fimm ára dreng bjargað á lífi úr rústum heimilis síns, níu dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi eru hverfandi, þótt björgunarfólk hafi ekki gefið upp vonina. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki, og á hverjum degi hverfa fleiri nálar,“ sagði Steven Shin, einn þeirra björgunarmanna sem enn voru að störfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira