Hætta á útbreiðslu sjúkdóma á Haítí 22. janúar 2010 04:00 Búa til svefnaðstöðu Íbúar í Port-au-Prince þrífa götu til að koma sér upp svefnaðstöðu.nordicphotos/AFP Jarðýtur eru notaðar til að grafa þúsundir manna á dag í fjöldagröfum sem teknar hafa verið í skyndi í hæðunum umhverfis Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Tólf daga biðlistar eru sagðir vera á lækningastöðvum, fjöldi fólks er með ómeðhöndluð sár sem tekið er að grafa í og þúsundir manna hafast við í bráðabirgðaskýlum þar sem hætta er á að smitsjúkdómar blossi upp. „Næsta heilbrigðisváin gæti falist í því að niðurgangspestir, öndunarfærasýkingar og aðrir sjúkdómar breiðist út meðal þeirra hundruð þúsunda Haíta sem búa í yfirfullum búðum við lélega eða enga hreinlætisaðstöðu,“ segir Craig Elder, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá samtökunum Læknar án landamæra. Talið er að jarðskjálftinn í síðustu viku hafi kostað 200 þúsund manns lífið. Um áttatíu þúsund þeirra hafa verið grafnir í fjöldagröfum. Um tvær milljónir eru nú taldar hafa misst heimili sitt og um 250 þúsund eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. Meðal þeirra sem unnu við það átakanlega verk að koma fólki í fjöldagrafir í Titanyen, eyðisvæði norðan við höfuðborgina, er Foultine Fequiert. Hann er 38 ára, huldi andlit sitt með bol til að verjast stækjunni og sagðist hafa tekið á móti tíu þúsund líkum á miðvikudaginn. „Ég hef séð svo mörg börn, svo gríðarlega mörg börn. Ég get ekki sofið á nóttunni og ef ég sef þá er ég með stöðugar martraðir,“ segir hann. Félagar hans segjast ekki hafa neinn tíma til að veita fólki almennilega útför. Ekki sé einu sinni hægt að verða við óskum hjálparstofnana um að hafa grafirnar nægilega grunnar til þess að auðvelda fólki að hafa uppi á látnum ástvinum sínum síðar meir. „Við bara sturtum þeim niður og fyllum yfir,“ segir Luckner Clerzier, sem var að leiðbeina ökumönnum flutningabíla að annarri gröf lengra upp með veginum. Í gær var fimm ára dreng bjargað á lífi úr rústum heimilis síns, níu dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi eru hverfandi, þótt björgunarfólk hafi ekki gefið upp vonina. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki, og á hverjum degi hverfa fleiri nálar,“ sagði Steven Shin, einn þeirra björgunarmanna sem enn voru að störfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Jarðýtur eru notaðar til að grafa þúsundir manna á dag í fjöldagröfum sem teknar hafa verið í skyndi í hæðunum umhverfis Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Tólf daga biðlistar eru sagðir vera á lækningastöðvum, fjöldi fólks er með ómeðhöndluð sár sem tekið er að grafa í og þúsundir manna hafast við í bráðabirgðaskýlum þar sem hætta er á að smitsjúkdómar blossi upp. „Næsta heilbrigðisváin gæti falist í því að niðurgangspestir, öndunarfærasýkingar og aðrir sjúkdómar breiðist út meðal þeirra hundruð þúsunda Haíta sem búa í yfirfullum búðum við lélega eða enga hreinlætisaðstöðu,“ segir Craig Elder, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá samtökunum Læknar án landamæra. Talið er að jarðskjálftinn í síðustu viku hafi kostað 200 þúsund manns lífið. Um áttatíu þúsund þeirra hafa verið grafnir í fjöldagröfum. Um tvær milljónir eru nú taldar hafa misst heimili sitt og um 250 þúsund eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. Meðal þeirra sem unnu við það átakanlega verk að koma fólki í fjöldagrafir í Titanyen, eyðisvæði norðan við höfuðborgina, er Foultine Fequiert. Hann er 38 ára, huldi andlit sitt með bol til að verjast stækjunni og sagðist hafa tekið á móti tíu þúsund líkum á miðvikudaginn. „Ég hef séð svo mörg börn, svo gríðarlega mörg börn. Ég get ekki sofið á nóttunni og ef ég sef þá er ég með stöðugar martraðir,“ segir hann. Félagar hans segjast ekki hafa neinn tíma til að veita fólki almennilega útför. Ekki sé einu sinni hægt að verða við óskum hjálparstofnana um að hafa grafirnar nægilega grunnar til þess að auðvelda fólki að hafa uppi á látnum ástvinum sínum síðar meir. „Við bara sturtum þeim niður og fyllum yfir,“ segir Luckner Clerzier, sem var að leiðbeina ökumönnum flutningabíla að annarri gröf lengra upp með veginum. Í gær var fimm ára dreng bjargað á lífi úr rústum heimilis síns, níu dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi eru hverfandi, þótt björgunarfólk hafi ekki gefið upp vonina. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki, og á hverjum degi hverfa fleiri nálar,“ sagði Steven Shin, einn þeirra björgunarmanna sem enn voru að störfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira