Handbolti

Frammistaða Arnórs minnti á framgöngu föður hans fyrir 24 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Hilmarsson var í miklu stuði á móti Dönum á HM 1986.
Atli Hilmarsson var í miklu stuði á móti Dönum á HM 1986. Mynd/Anton

Arnór Atlason átti stórkostlegan leik þegar Ísland tryggði sér sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Austurríki með 35-34 sigri á Noregi í lokaleik riðilsins. Arnór skoraði 10 mörk í leiknum úr aðeins 12 skotum og ekkert marka hans komu úr víti.

Frammistaða Arnórs minnti vissulega á framgöngu föður hans, Atla Hilmarssonar, fyrir 24 árum þegar Atli skoraði 8 mörk úr 12 skotum í þá fyrsta sigri Íslands á Dönum á stórmóti.

Íslenska liðið gerði meira en að vinna Dani 4. mars 1986 því liðið vann þarna níu marka sigur, 25-16, sinn stærsta í heimsmeistarakeppni til þessa tíma.

Auk þess að skora átta mörk utan af velli þá átti Atli tvær línusendingar sem gáfu mörk og kom því með beinum hætti að tíu af 25 mörkum íslenska liðsins sem gerir 40 prósent markanna.

Arnór skoraði eins og áður sagði 10 mörk úr 12 skotum í leiknum á móti Norðmönnum og átti að auki sjö stoðsendingar og kom því að 17 af 35 mörkum íslenska liðsins sem gerir 49 prósent markanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×