Það ætti að rassskella suma ráðamenn Sigurður H. Jóhannesson skrifar 8. desember 2010 09:41 Nýjasta útspil í sparnaði Sjúkratrygginga Íslands er að afturkalla heimahjúkrun. Þarna er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er ekki til staðar. Hversu lágt er hægt að leggjast þegar ráðist er á langveik börn sem ekki geta varið sig með því að taka frá þeim heimahjúkrun. Foreldrar þessara barna eru yfirleitt svo örmagna að þeir hafa heldur ekki kraft til að bíta frá sér. Fólkið sem er ábyrgt fyrir þessu ætti að skammast sín og segja upp strax ef þetta er það eina sem þeim dettur í hug til að spara. Hvað með stjórnlagaþing þar sem verið er að eyða 500 milljónum að minnsta kosti? Sendiráð sem eru dekkuð upp fyrir 700 milljónir? Hvernig væri að fara að kenna þessu fólki stærðfræði aftur? Svona lítur dæmið út: Fyrir eina heimsókn heimahjúkrunar borgar ríkið 10.000 kr. Fyrir innlögn í einn dag borgar ríkið 130.000 kr. Foreldrar langveikra barna spara ríkinu 120.000 kr. á dag með því að hafa barnið heima. Á einum mánuði spara foreldrar langveikra barna ríkinu 3.600.000 kr. ef barnið væri heimsótt á hverjum degi en svo er ekki þannig að sparnaður er meiri. Þetta gera 43.200.000 á ári á hvert barn. Þetta er raunverulegur sparnaður. Vilja ráðamenn fá þessi 80 langveiku börn inn á spítalann aftur? Það myndi kosta 3.456 milljónir á ári í auknum framlögum ríkisins ef öll þessi börn legðust inn sem þau hafa fullan rétt á að gera. Þrjúþúsund fjögurhundruðfimmtíuogsexmilljónir á ári. Það er því ekki flókið að sjá að það er alls enginn sparnaður fólginn í því að leggja niður heimahjúkrun þvert á móti miklu, miklu meiri kostnaður. Er ekki réttara að klappa foreldrunum á bakið, þakka þeim kærlega fyrir að halda börnunum sínum heima og jafnvel rétta þeim frekari hjálparhönd heldur en að stinga þá svona rækilega í bakið? Ef þetta er eitthvert pólitískt útspil af hálfu Sjúkratrygginga til að fá frekari fjárlög þá er það ómaklegt að spila svona með langveik börn og fjölskyldur þeirra. Það ætti að taka þessa ráðamenn á hné og rassskella þá rækilega á miðju Lækjartorgi til að fá þá til að vakna til lífsins. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að það eru ekki allir með milljón á mánuði fyrir að taka rangar ákvarðanir ofan í rangar ákvarðanir og fá að halda vinnunni. Sum okkar þurfa að bera ábyrgð á gjörðum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil í sparnaði Sjúkratrygginga Íslands er að afturkalla heimahjúkrun. Þarna er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er ekki til staðar. Hversu lágt er hægt að leggjast þegar ráðist er á langveik börn sem ekki geta varið sig með því að taka frá þeim heimahjúkrun. Foreldrar þessara barna eru yfirleitt svo örmagna að þeir hafa heldur ekki kraft til að bíta frá sér. Fólkið sem er ábyrgt fyrir þessu ætti að skammast sín og segja upp strax ef þetta er það eina sem þeim dettur í hug til að spara. Hvað með stjórnlagaþing þar sem verið er að eyða 500 milljónum að minnsta kosti? Sendiráð sem eru dekkuð upp fyrir 700 milljónir? Hvernig væri að fara að kenna þessu fólki stærðfræði aftur? Svona lítur dæmið út: Fyrir eina heimsókn heimahjúkrunar borgar ríkið 10.000 kr. Fyrir innlögn í einn dag borgar ríkið 130.000 kr. Foreldrar langveikra barna spara ríkinu 120.000 kr. á dag með því að hafa barnið heima. Á einum mánuði spara foreldrar langveikra barna ríkinu 3.600.000 kr. ef barnið væri heimsótt á hverjum degi en svo er ekki þannig að sparnaður er meiri. Þetta gera 43.200.000 á ári á hvert barn. Þetta er raunverulegur sparnaður. Vilja ráðamenn fá þessi 80 langveiku börn inn á spítalann aftur? Það myndi kosta 3.456 milljónir á ári í auknum framlögum ríkisins ef öll þessi börn legðust inn sem þau hafa fullan rétt á að gera. Þrjúþúsund fjögurhundruðfimmtíuogsexmilljónir á ári. Það er því ekki flókið að sjá að það er alls enginn sparnaður fólginn í því að leggja niður heimahjúkrun þvert á móti miklu, miklu meiri kostnaður. Er ekki réttara að klappa foreldrunum á bakið, þakka þeim kærlega fyrir að halda börnunum sínum heima og jafnvel rétta þeim frekari hjálparhönd heldur en að stinga þá svona rækilega í bakið? Ef þetta er eitthvert pólitískt útspil af hálfu Sjúkratrygginga til að fá frekari fjárlög þá er það ómaklegt að spila svona með langveik börn og fjölskyldur þeirra. Það ætti að taka þessa ráðamenn á hné og rassskella þá rækilega á miðju Lækjartorgi til að fá þá til að vakna til lífsins. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að það eru ekki allir með milljón á mánuði fyrir að taka rangar ákvarðanir ofan í rangar ákvarðanir og fá að halda vinnunni. Sum okkar þurfa að bera ábyrgð á gjörðum okkar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar