Lire velur Skipið bestu glæpasöguna í Frakklandi 24. júní 2010 12:00 Stefán segir bókmenntamenningu mikla í Frakklandi og því sé þetta einstakur heiður.fréttablaðið/arnþór „Það er alveg æðislegt hvernig stemningin er fyrir bókinni úti í Frakklandi,“ segir Stefán Máni Sigþórsson, rithöfundur. Franska bókmenntatímaritið Lire valdi á dögunum bók Stefáns Mána Skipið bestu glæpasögu ársins. Lire gaf bókinni fjórar stjörnur í nýjasta hefti sínu sem er tileinkað glæpasögum. Stefán Máni skýtur öðrum rithöfundum ref fyrir rass þar sem Skipið er eina bókin sem fær fjórar stjörnur. „Ég fékk tímaritið sent frá þeim. Þetta er svolítið stórt og rosalega flott tímarit,“ segir Stefán. „Ekkert of akademískt þannig að það er breiður hópur sem les það. Þeir velja tíu bestu glæpasögur ársins og völdu Skipið í fyrsta sæti. Einnig var hún eina bókin sem þeir gáfu fjórar stjörnur. Það er auðvitað alveg magnað þar sem þetta er fyrsta bókin mín í Frakklandi.“ Gagnrýnendur Lire spara ekki stóru orðin í umsögnum sínum um bókina og segja hana meistaraverk. Þá er bygging sögunnar sögð þrekvirki sem heldur stöðugri spennu. Ef þetta er ekki nóg, þá er talað um að Stefán Máni sé með öllu óhræddur, textinn sé reiðilegur, harmrænn og hamslaus. Loks segir gagnrýnandi að Stefán ríghaldi lesandanum allt að síðustu blaðsíðu. Þegar hann leggi svo loks bókina frá sér sé hann ringlaður og viti í raun ekki hvert eigi að leita. Stefán segir að sala á Skipinu hafi rokið upp í kjölfarið á valinu og franska forlagið sé búið að prenta annað upplag. Þá hefur forlagið tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Svartur á leik eftir Stefán og lýst yfir áhuga á framtíðarverkum hans. „Það koma kannski 100.000 bækur út í Frakklandi á ári og líftíminn er ekki langur,“ segir hann. „En þetta hleypti lífi í söluna aftur sem er mjög flott.“ linda@frettabladid.is Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Það er alveg æðislegt hvernig stemningin er fyrir bókinni úti í Frakklandi,“ segir Stefán Máni Sigþórsson, rithöfundur. Franska bókmenntatímaritið Lire valdi á dögunum bók Stefáns Mána Skipið bestu glæpasögu ársins. Lire gaf bókinni fjórar stjörnur í nýjasta hefti sínu sem er tileinkað glæpasögum. Stefán Máni skýtur öðrum rithöfundum ref fyrir rass þar sem Skipið er eina bókin sem fær fjórar stjörnur. „Ég fékk tímaritið sent frá þeim. Þetta er svolítið stórt og rosalega flott tímarit,“ segir Stefán. „Ekkert of akademískt þannig að það er breiður hópur sem les það. Þeir velja tíu bestu glæpasögur ársins og völdu Skipið í fyrsta sæti. Einnig var hún eina bókin sem þeir gáfu fjórar stjörnur. Það er auðvitað alveg magnað þar sem þetta er fyrsta bókin mín í Frakklandi.“ Gagnrýnendur Lire spara ekki stóru orðin í umsögnum sínum um bókina og segja hana meistaraverk. Þá er bygging sögunnar sögð þrekvirki sem heldur stöðugri spennu. Ef þetta er ekki nóg, þá er talað um að Stefán Máni sé með öllu óhræddur, textinn sé reiðilegur, harmrænn og hamslaus. Loks segir gagnrýnandi að Stefán ríghaldi lesandanum allt að síðustu blaðsíðu. Þegar hann leggi svo loks bókina frá sér sé hann ringlaður og viti í raun ekki hvert eigi að leita. Stefán segir að sala á Skipinu hafi rokið upp í kjölfarið á valinu og franska forlagið sé búið að prenta annað upplag. Þá hefur forlagið tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Svartur á leik eftir Stefán og lýst yfir áhuga á framtíðarverkum hans. „Það koma kannski 100.000 bækur út í Frakklandi á ári og líftíminn er ekki langur,“ segir hann. „En þetta hleypti lífi í söluna aftur sem er mjög flott.“ linda@frettabladid.is
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira