Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun 9. júlí 2010 14:44 Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira