Njörður P. Njarðvík: Þjóðarspegill Njörður P. Njarðvík skrifar 20. apríl 2010 06:00 Þegar ég horfði á blaðamannfund rannsókarnefndar Alþingis og hlustaði á útskýringar nefndarmanna, sagði ég upphátt við sjálfan mig: Loksins er eitthvað gert af viti, hæfni, menningarlegri reisn og djörfung. Og var sannarlega ekki vanþörf á eftir alla þá ruglingslegu - og ég leyfi mér að segja fáránlegu umræðu um hrunið sem við höfum mátt sitja undir. Að vísu heldur bullið áfram, og dapurlegt hefur verið að fylgjast með umræðum um skýrsluna á Alþingi - á köflum svo dapurlegt að ég hef fundið til einhvers konar angistar af skömm. Ég leyfði mér einu sinni að ljúka bók með þessum orðum: „Sérhver manneskja verður að horfast svo fast í augu við sjálfa sig að hún neyðist til að líta undan. Og horfa svo aftur. Án þess að líta undan" (Ekkert mál). Nú hefur rannsóknarnefndin rétt okkur spegil til að horfast þannig í augu við okkur sjálf. Þjóðin er nú á ögurstundu. Allt veltur á því hvernig hún bregst við. Hvort hún horfist einarðlega í augu við sjálfa sig eða sér ekki annað en sjálfsblekkinguna sem hefur blindað okkur og afvegaleitt. Við höfum sem þjóð látið reka á reiðanumn og umborið spillingu allt of lengi. Við höfum kosið og endurkosið vanhæfa og gjörspillta stjórnmálamenn. Þessu verðum við að hætta og krefjast umbóta og hreinsunar þegar í stað. Þegar stjórnmálamenn bregðast þjóð sinni svo gersamlega sem nú ber raun vitni, verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim. Alþingi bar ábyrgð á þeirri ríkisstjórn sem brást í aðdraganda hrunsins - og við sem þjóð bárum ábyrgð á þingmönnum. Um ábyrgð virðist tilgangslítið að ræða eins og skýrslan sýnir berlega. En það er líka hægt að taka öðru vísi til orða. Við getum í staðinn sagt, að menn skuli taka afleiðingum gerða sinna - og þar með aðgerðaleysi. Við erum stödd í ógöngum og „hnípin þjóð í vanda". Til þess að losna úr þeim ógöngum og endurreisa okkur sjálf þarf fyrst undanbragðalausa hreinsun. Og sú hreinsun þarf að hefjast í grundvallarstofnun íslensks samfélags, þeirri stofnun sem eitt sinn var kölluð „Hið háa Alþingi". Þeir sem þar brugðust, verða að víkja. Allt annað er markleysa. Þegar þetta er ritað, hafa tveir þingmenn vikið tímabundið, þeir Björgvin G. Sigurðsson og Illugi Gunnarsson. Þeim ber að þakka nokkurt raunsæi. En það er ekki nóg. Þótt ég beri persónulegan hlýhug til sumra einstaklinga sem sitja nú á þingi, þá verður hann að vikja fyrir nauðsyn. Kunningjatengsl eru einmitt hluti af vandanum. Af þessum sökum verð ég að segja, að allir þeir þingmenn sem koma með vafasömum hætti við sögu í rannsóknarskýrslunni, eiga að segja af sér þingmennsku í þágu þjóðarinnar og framtíðarhorfa hennar. Allir ráðherrar í fyrrverandi hrunstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar ættu að víkja af þingi og úr ríkisstjórn. Þeir báru með stjórnarsetu sinni samábyrgð með stjórninni í heild, þótt ráðherrasvið þeirra krefðist ekki beinnar, persónulegrar ábyrgðar. Og allir þingmenn sem nutu óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu óheiðarlegra banka og vafasamra styrkja frá vafasömum fyrirtækjum (svo að ekki sé kveðið fastar að orði), ættu þegar í stað að segja af sér þingmennsku. Það er nefnilega ekki þannig, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins komst að orði í klaufalegri sjálfsvörn, að eðlilegt sé að þingmenn „taki þátt í atvinnulífinu". Þvert á móti er nauðsyn, að seta á löggjafarþingi krefjist þess, að þingmenn séu algerlega óháðir þeim sem þeir eiga að setja lög um. Ef menn skilja það ekki, eru þeir ekki hæfir til þingsetu. Ef vanhæfir þingmenn skynja ekki alvöru málsins, verður þjóðin að sýna þeim fram á hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég horfði á blaðamannfund rannsókarnefndar Alþingis og hlustaði á útskýringar nefndarmanna, sagði ég upphátt við sjálfan mig: Loksins er eitthvað gert af viti, hæfni, menningarlegri reisn og djörfung. Og var sannarlega ekki vanþörf á eftir alla þá ruglingslegu - og ég leyfi mér að segja fáránlegu umræðu um hrunið sem við höfum mátt sitja undir. Að vísu heldur bullið áfram, og dapurlegt hefur verið að fylgjast með umræðum um skýrsluna á Alþingi - á köflum svo dapurlegt að ég hef fundið til einhvers konar angistar af skömm. Ég leyfði mér einu sinni að ljúka bók með þessum orðum: „Sérhver manneskja verður að horfast svo fast í augu við sjálfa sig að hún neyðist til að líta undan. Og horfa svo aftur. Án þess að líta undan" (Ekkert mál). Nú hefur rannsóknarnefndin rétt okkur spegil til að horfast þannig í augu við okkur sjálf. Þjóðin er nú á ögurstundu. Allt veltur á því hvernig hún bregst við. Hvort hún horfist einarðlega í augu við sjálfa sig eða sér ekki annað en sjálfsblekkinguna sem hefur blindað okkur og afvegaleitt. Við höfum sem þjóð látið reka á reiðanumn og umborið spillingu allt of lengi. Við höfum kosið og endurkosið vanhæfa og gjörspillta stjórnmálamenn. Þessu verðum við að hætta og krefjast umbóta og hreinsunar þegar í stað. Þegar stjórnmálamenn bregðast þjóð sinni svo gersamlega sem nú ber raun vitni, verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim. Alþingi bar ábyrgð á þeirri ríkisstjórn sem brást í aðdraganda hrunsins - og við sem þjóð bárum ábyrgð á þingmönnum. Um ábyrgð virðist tilgangslítið að ræða eins og skýrslan sýnir berlega. En það er líka hægt að taka öðru vísi til orða. Við getum í staðinn sagt, að menn skuli taka afleiðingum gerða sinna - og þar með aðgerðaleysi. Við erum stödd í ógöngum og „hnípin þjóð í vanda". Til þess að losna úr þeim ógöngum og endurreisa okkur sjálf þarf fyrst undanbragðalausa hreinsun. Og sú hreinsun þarf að hefjast í grundvallarstofnun íslensks samfélags, þeirri stofnun sem eitt sinn var kölluð „Hið háa Alþingi". Þeir sem þar brugðust, verða að víkja. Allt annað er markleysa. Þegar þetta er ritað, hafa tveir þingmenn vikið tímabundið, þeir Björgvin G. Sigurðsson og Illugi Gunnarsson. Þeim ber að þakka nokkurt raunsæi. En það er ekki nóg. Þótt ég beri persónulegan hlýhug til sumra einstaklinga sem sitja nú á þingi, þá verður hann að vikja fyrir nauðsyn. Kunningjatengsl eru einmitt hluti af vandanum. Af þessum sökum verð ég að segja, að allir þeir þingmenn sem koma með vafasömum hætti við sögu í rannsóknarskýrslunni, eiga að segja af sér þingmennsku í þágu þjóðarinnar og framtíðarhorfa hennar. Allir ráðherrar í fyrrverandi hrunstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar ættu að víkja af þingi og úr ríkisstjórn. Þeir báru með stjórnarsetu sinni samábyrgð með stjórninni í heild, þótt ráðherrasvið þeirra krefðist ekki beinnar, persónulegrar ábyrgðar. Og allir þingmenn sem nutu óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu óheiðarlegra banka og vafasamra styrkja frá vafasömum fyrirtækjum (svo að ekki sé kveðið fastar að orði), ættu þegar í stað að segja af sér þingmennsku. Það er nefnilega ekki þannig, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins komst að orði í klaufalegri sjálfsvörn, að eðlilegt sé að þingmenn „taki þátt í atvinnulífinu". Þvert á móti er nauðsyn, að seta á löggjafarþingi krefjist þess, að þingmenn séu algerlega óháðir þeim sem þeir eiga að setja lög um. Ef menn skilja það ekki, eru þeir ekki hæfir til þingsetu. Ef vanhæfir þingmenn skynja ekki alvöru málsins, verður þjóðin að sýna þeim fram á hana.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun