Kirkjan og ný hjúskaparlög Siguður Pálsson skrifar 14. júní 2010 06:00 Undanfarið hefur hópur presta farið mikinn í hvatningu sinni til kirkjustjórnarinnar og Alþingis að samþykkja ný hjúskaparlög. Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að þeir sem ekki væru sama sinnis væru kærleikssnauðir, haldnir homofóbíu, andstæðingar mannréttinda og talsmenn óréttlætis. Í raun er deiluefnið þó aðeins eitt: skilgreining á hugtakinu hjón, þ.e hvort hugtakið eigi hér eftir sem hingað til að eiga við hjónaband karls og konu eða skuli jafnframt ná yfir samkynja sambúð. Kirkjuþing lagði til með ályktun 2007 að hefðbundinn skilgreining væri látin halda sér. Lögð skal áhersla á að kirkjustjórnin hefur aldrei lagst gegn því að samkynhneigðir, sem eru pör að lögum, nytu sömu borgaralegu réttinda og hjón. Einnig má minna á að þegar árið 1998 var, að frumkvæði biskups, gefið út blessunarform til nota ef samkynhneigð pör í staðfestri sambúð óskuðu kirkjulegrar blessunar. Þar var íslenska þjóðkirkjan þar í fararbroddi. Þjóðkirkjan samþykkti einnig, fyrst allra kirkna á Norðurlöndum, að prestar yrðu vígslumenn að staðfestri samvist. Kirkjan verður því hvorki sökuð um að hafa staðið í vegi fyrir að réttlætis væri gætt, né að hún hafi mismunað fólki eftir kynhneigð. Staðhæfingar um að það feli í sér mismunun, hindri réttlæti og viðhaldi fordómum sé haldið í hefðbundna skilgreiningu á hjónabandinu, byggja því fremur á rökvísi tilfinninganna en rökvísi vitsmunanna. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, birti grein í Fréttablaðin 9. júní. Þar sýnir hún makalausa áróðursleikfimi til að gera þá tortryggilega sem ekki eru sama sinnis og hún. Sr. Sigríður undrast að lútherskur biskup (biskup Íslands) skuli í álitsgerð sinni til Alþingis tala um heilagleika hjónabandsins. Telur hún þetta benda til að biskup hafi rómversk kaþólskan skilning á hjónabandinu sem sakramenti, þrátt fyrir að siðbótarmennirnir hefðu hafnað þeim skilningi. Þetta er vægast sagt furðuleg útlegging á orðum biskups. Þegar séra Sigríður hlaut vígslu sem prestur var henni falið „hið heilaga prests- og prédikunarembætti“. Telur hún það hafa falið í sér skilning rómversku kirkjunnar á prestsembættinu sem sakramenti? Svipuðum brellum beitir hún, til að gera þá sem halda vilja í hefðbundna skilgreiningu á hjónabandinu tortryggilega, þegar hún rifjar upp að í gömlum hjúskaparlögum var óheimilt að vígja í hjónaband „geðveikan mann eða hálfvita“. Af hverju er þetta dregið fram í þessu sambandi? Er það til þess að gefa í skyn að þeir sem halda vilja í hefðina séu svo fordómafullir að þeir dragi í sama dilk, að fyrri tíðar hætti, geðveika, hálfvita og samkynhneigða? Það hefur hvergi komið fram að kirkjustjórnin vilji meina samkynhneigðum að lifa í löggiltri sambúð. Samlíkingin er út í hött. Ég fæ ekki séð að séra Sigríður komi standandi niður úr þessari röfræðilegu „akrobatík“. Í grein í Fréttablaðinu 10. júní rita fimm guðfræðingar hófsama grein þar sem þeir mæla með því að „kirkjan stilli sér upp við hlið réttlætisins“ og hvetji til að umrætt frumvarp verði samþykkt óbreytt. Með orðalaginu er þó látið því liggja að þeir, innan kirkjunnar, sem hafa önnur viðhorf standi í vegi fyrir réttlætinu. Ég fæ ekki séð að í því felist óréttlæti eða niðurlæging þótt sitthvort hugtakið sé notað um löggiltan sáttmála karls og konu annars vegar og samkynhneigðra hins vegar. Samkynhneigðir tala um „hinsegin daga“ og „hinsegin fegurðarsamkeppni“ o.s. frv. og eru stoltir af. Þeir verðskulda viðurkenningu á því hverjir og hvernig þeir eru og ættu að geta borið höfuðið hátt, þótt fundið verði „hinsegin“ hugtak um löggilta sambúð þeirra. Guðfræðingarnir óska þess að kirkjan sýni kjark. Kirkjan hefur þegar sýnt kjark með því að vera á undan kirkjum í Evrópu í því að rétta samkynhneigðum hönd. Ég tel því ómaklegt að segja að kirkjan, undir forystu Karls biskups, hafi aðeins rétt samkynhneigðun „litla fingur vinstri handar fyrir aftan bak“ eins og hið grandvara góðmenni sr. Sigfinnur Þorleifsson sagði í grein sinni í Fréttablaðinu 5. júni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur hópur presta farið mikinn í hvatningu sinni til kirkjustjórnarinnar og Alþingis að samþykkja ný hjúskaparlög. Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að þeir sem ekki væru sama sinnis væru kærleikssnauðir, haldnir homofóbíu, andstæðingar mannréttinda og talsmenn óréttlætis. Í raun er deiluefnið þó aðeins eitt: skilgreining á hugtakinu hjón, þ.e hvort hugtakið eigi hér eftir sem hingað til að eiga við hjónaband karls og konu eða skuli jafnframt ná yfir samkynja sambúð. Kirkjuþing lagði til með ályktun 2007 að hefðbundinn skilgreining væri látin halda sér. Lögð skal áhersla á að kirkjustjórnin hefur aldrei lagst gegn því að samkynhneigðir, sem eru pör að lögum, nytu sömu borgaralegu réttinda og hjón. Einnig má minna á að þegar árið 1998 var, að frumkvæði biskups, gefið út blessunarform til nota ef samkynhneigð pör í staðfestri sambúð óskuðu kirkjulegrar blessunar. Þar var íslenska þjóðkirkjan þar í fararbroddi. Þjóðkirkjan samþykkti einnig, fyrst allra kirkna á Norðurlöndum, að prestar yrðu vígslumenn að staðfestri samvist. Kirkjan verður því hvorki sökuð um að hafa staðið í vegi fyrir að réttlætis væri gætt, né að hún hafi mismunað fólki eftir kynhneigð. Staðhæfingar um að það feli í sér mismunun, hindri réttlæti og viðhaldi fordómum sé haldið í hefðbundna skilgreiningu á hjónabandinu, byggja því fremur á rökvísi tilfinninganna en rökvísi vitsmunanna. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, birti grein í Fréttablaðin 9. júní. Þar sýnir hún makalausa áróðursleikfimi til að gera þá tortryggilega sem ekki eru sama sinnis og hún. Sr. Sigríður undrast að lútherskur biskup (biskup Íslands) skuli í álitsgerð sinni til Alþingis tala um heilagleika hjónabandsins. Telur hún þetta benda til að biskup hafi rómversk kaþólskan skilning á hjónabandinu sem sakramenti, þrátt fyrir að siðbótarmennirnir hefðu hafnað þeim skilningi. Þetta er vægast sagt furðuleg útlegging á orðum biskups. Þegar séra Sigríður hlaut vígslu sem prestur var henni falið „hið heilaga prests- og prédikunarembætti“. Telur hún það hafa falið í sér skilning rómversku kirkjunnar á prestsembættinu sem sakramenti? Svipuðum brellum beitir hún, til að gera þá sem halda vilja í hefðbundna skilgreiningu á hjónabandinu tortryggilega, þegar hún rifjar upp að í gömlum hjúskaparlögum var óheimilt að vígja í hjónaband „geðveikan mann eða hálfvita“. Af hverju er þetta dregið fram í þessu sambandi? Er það til þess að gefa í skyn að þeir sem halda vilja í hefðina séu svo fordómafullir að þeir dragi í sama dilk, að fyrri tíðar hætti, geðveika, hálfvita og samkynhneigða? Það hefur hvergi komið fram að kirkjustjórnin vilji meina samkynhneigðum að lifa í löggiltri sambúð. Samlíkingin er út í hött. Ég fæ ekki séð að séra Sigríður komi standandi niður úr þessari röfræðilegu „akrobatík“. Í grein í Fréttablaðinu 10. júní rita fimm guðfræðingar hófsama grein þar sem þeir mæla með því að „kirkjan stilli sér upp við hlið réttlætisins“ og hvetji til að umrætt frumvarp verði samþykkt óbreytt. Með orðalaginu er þó látið því liggja að þeir, innan kirkjunnar, sem hafa önnur viðhorf standi í vegi fyrir réttlætinu. Ég fæ ekki séð að í því felist óréttlæti eða niðurlæging þótt sitthvort hugtakið sé notað um löggiltan sáttmála karls og konu annars vegar og samkynhneigðra hins vegar. Samkynhneigðir tala um „hinsegin daga“ og „hinsegin fegurðarsamkeppni“ o.s. frv. og eru stoltir af. Þeir verðskulda viðurkenningu á því hverjir og hvernig þeir eru og ættu að geta borið höfuðið hátt, þótt fundið verði „hinsegin“ hugtak um löggilta sambúð þeirra. Guðfræðingarnir óska þess að kirkjan sýni kjark. Kirkjan hefur þegar sýnt kjark með því að vera á undan kirkjum í Evrópu í því að rétta samkynhneigðum hönd. Ég tel því ómaklegt að segja að kirkjan, undir forystu Karls biskups, hafi aðeins rétt samkynhneigðun „litla fingur vinstri handar fyrir aftan bak“ eins og hið grandvara góðmenni sr. Sigfinnur Þorleifsson sagði í grein sinni í Fréttablaðinu 5. júni.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar