Síðasta sort Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2010 06:00 Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Bíó * Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglumönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarpsauglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjörlega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó * Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglumönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarpsauglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjörlega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira