Lífið

Kristen Stewart er hrædd og óörugg

Kristen Stewart segist ekki fýld, heldur aðeins andlega búin á því.
Kristen Stewart segist ekki fýld, heldur aðeins andlega búin á því.

Hin unga leikkona Kristen Stewart segist ekki vera fýld þegar hún gengur rauða dregilinn heldur sé hún aðeins hrædd og óörugg. Hún segir fylgifiska frægðarinnar oft á tíðum erfiða og nefnir þá sérstaklega atgang ljósmyndara.

„Um leið og einhver uppgötvar að þú sért á staðnum er öruggara að forða sér. Fólk virðist missa sig. Og ljósmyndararnir, þeir eru hræðilegir. Þeir eru dusilmenni," sagði leikkonan.

„Mér finnst skrítið þegar ég fer á svið og fólk segir að ég sé taugaóstyrk og óörugg, og ég er það, en fólk lætur það hljóma eins og það sé eitthvað slæmt. Svo eru aðrir sem segja að ég sé fýld. En ég er það ekki, það eru bara allir að öskra á þig úr öllum áttum og stundum verður það of mikið og þá þarf ég að berjast við tárin. Maður verður andlega búinn á því."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.