Erlent

Brown berst um á hæl og hnakka

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown flutti fyrir stundu ávarp fyrir framan Downing stræti 10 þar sem augljóslega kom fram að hann ætlar ekki að segja af sér embætti alveg á næstunni.

Hann sagðist skilja vel að Nick Clegg vildi fyrst ræða við David Cameron um myndun samsteypustjórnar og þeir fengju þann tíma sem þeir vildu til þess.

Ef þær viðræður skiluðu ekki árangri væri hann reiðubúinn að ræða við hvorn leiðtogann sem er um stjórnarmyndun.

Um leið og Brown sagði þetta bar hann víurnar í Frjáldslynda demokrata með því að minna á málaflokka sem þeir væru sammála um.

Þar má nefna breytingar á kosningakerfinu, frestun frekari niðurskurðar fram á næsta ár og fleira í þeim dúr.

Brown er því enganvegin búinn að gefa upp vonina um að búa áfram í Downingstræti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×