Lífið

Dorrit plöggar ösku í New York

Dorrit Moussaeiff virðist ákaflega hrifin af framtaki vefsíðunnar Nammi.is sem selur ösku úr Eyjafjallajökli. Hún plöggaði vefnum í samtali við New York Post.
Dorrit Moussaeiff virðist ákaflega hrifin af framtaki vefsíðunnar Nammi.is sem selur ösku úr Eyjafjallajökli. Hún plöggaði vefnum í samtali við New York Post.

Forsetafrúin Dorrit Moussaeiff er byrjuð að plögga öskusölu matvöruvefjarins Nammi.is. Hún hringdi í dálkahöfund New York Post, Cindy Adams, og bað hana að segja frá öskusölunni á íslenska vefnum. Adams greinir frá þessu í nýjasta pistli sínum.

„Forsetafrúin og ég erum miklir vinir. Hún bauð mér í hádegismat þegar ég var í Reykjavík í júlí fyrir ári síðan og svo snæddum við saman í íbúðinni minni í september síðastliðnum," hefur Adams pistilinn sinn á.

Dorrit mun hafa hringt í Adams og sagt við hana: „Veistu, það eru tveir menn sem reka sælgætisverslun á vefnum og þeir eru farnir að selja ösku fyrir tuttugu dollara. Þú færð hana í flösku og þeir senda hana til þín," er lausleg þýðing á símaspjalli Dorritar og Cindy sem birt er á vef New York Post. Cindy spyr Dorrit af hverju í ósköpunum mennirnir hafi ekki nefnt heimasíðuna sína „Iceland Volcano Ash" þannig að allir myndu skilja hvað væri þarna á seyði. Dorrit svarar að bragði, enda ekki þekkt fyrir að láta slá sig út af laginu: „Hvernig á ég að vita það? Hver skilur eitthvað í því sem er í gangi um þessar mundir?"

Að loknu þessu stutta spjalli spyr Cindy forsetafrúna hvar hún hafi verið þegar eldgosið hófst. „Eiginmaðurinn var í Reykjavík og ég var komin til Danmerkur enda ætluðum við bæði að vera viðstödd afmælishátíð drottningarinnar þar. Hann komst ekki í flug þannig að ég varð að láta mér nægja að klæðast alltof litlum kjólum þar sem hann var með gala-klæðnaðinn minn," á Dorrit að hafa sagt ef marka má New York Post.- fgg

Hér er greinin í New York Post.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.