Lífið

Gwyneth brestur í grát út af baðtíma barnanna

Gwyneth Paltrow segist vinna minna eftir að hún varð móðir. 
Nordicphotos/getty
Gwyneth Paltrow segist vinna minna eftir að hún varð móðir. Nordicphotos/getty

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið dugleg við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Iron Man 2, en hún fer með aðalhlutverkið í þeirri mynd ásamt Robert Downey Jr. og Scarlett Johansson. Leikkonan segist ekki vinna jafn mikið og hún gerði því hún vilji síður dvelja langdvölum frá börnum sínum og eiginmanni.

„Ég vann mjög mikið þegar ég var yngri, en nú á ég tvö falleg börn og mig langar að eyða tíma með þeim. Þetta er líklega ekki það besta fyrir frama minn en börnin set ég í forgang. Þegar ég var við tökur á síðustu mynd minni hugsaði ég: Nú er kominn baðtími hjá krökkunum og ég er ekki viðstödd. Og svo brast ég í grát."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.