Eva Vestmann sigraði hönnunarsamkeppni SonyMusic 7. maí 2010 00:01 Eva Vestmann, nemandi í grafískri hönnun við Central St. Martins, sigraði í hönnunarkeppni á vegum SonyMusic. Eva Vestmann stundar BA-nám í grafískri hönnun við Central St. Martins-skólann í London. Hún sigraði nýverið í hönnunarkeppni á vegum SonyMusic þar sem nemendur skólans hönnuðu veggverk í nýtt skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Eva er að ljúka fyrsta skólaári sínu við Central St. Martins og segir hún námið bæði skemmtilegt og krefjandi, enda sé skólinn einn sá virtasti í Evrópu. Áður stundaði hún nám í almennri hönnun við Tækniskólann í Reykjavík auk þess sem hún lærði ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu. „Skólinn vinnur náið með ýmsum fyrirtækjum þar sem fyrirtækin efna gjarnan til samkeppni um ýmis verkefni, líkt og SonyMusic gerði. Nemendur verða þó að vinna verkið utan skóla en sigurvegarinn fær pening að launum sem kemur sér auðvitað mjög vel fyrir blankan námsmann," útskýrir Eva. Hún segir SonyMusic hafa óskað eftir veggverki sem fjallaði á einhvern hátt um sögu fyrirtækisins, en það hefur verið starfrækt allt frá árinu 1889. „Ég ákvað að nota tilvitnanir frá ýmsum listamönnum sem höfðu verið á mála hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina svo úr varð stórt textaverk, þessu blandaði ég svo saman við skuggamyndir af listamönnunum. Skuggamyndirnar eru inni í litríkum hringjum, en ég tengi hringformið einmitt mikið við tónlist þar sem vínyl- og geislaplötur eru hringlaga. Textarnir sem ég styðst við eru ekki lagatextar heldur tilvitnanir sem listamennirnir hafa látið falla við ýmis tækifæri þannig það fór mikil rannsóknarvinna í þetta verkefni," segir Eva, en hún tók tilvitnanir frá tónlistarmönnum á borð við Frank Sinatra, Elvis Presley, Bruce Springsteen og Keshu. Að sögn Evu er stutt síðan úrslitin voru tilkynnt og því er enn ekki búið að setja verkið upp og veit hún ekki með vissu hvenær það verður gert. Eva hyggst dvelja í London næstu tvö árin en segir framtíðina enn óráðna, hana langi þó mikið í framhaldsnám. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós. Maður vill ekki útiloka neitt," segir hún að lokum. -sm Hér er svæði Evu á YouTube þar sem sjá má hreyfimyndir eftir hana. Eva heldur einnig úti ágætis bloggsíðu þar sem hún sýnir verk sín og ljósmyndir. Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Eva Vestmann stundar BA-nám í grafískri hönnun við Central St. Martins-skólann í London. Hún sigraði nýverið í hönnunarkeppni á vegum SonyMusic þar sem nemendur skólans hönnuðu veggverk í nýtt skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Eva er að ljúka fyrsta skólaári sínu við Central St. Martins og segir hún námið bæði skemmtilegt og krefjandi, enda sé skólinn einn sá virtasti í Evrópu. Áður stundaði hún nám í almennri hönnun við Tækniskólann í Reykjavík auk þess sem hún lærði ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu. „Skólinn vinnur náið með ýmsum fyrirtækjum þar sem fyrirtækin efna gjarnan til samkeppni um ýmis verkefni, líkt og SonyMusic gerði. Nemendur verða þó að vinna verkið utan skóla en sigurvegarinn fær pening að launum sem kemur sér auðvitað mjög vel fyrir blankan námsmann," útskýrir Eva. Hún segir SonyMusic hafa óskað eftir veggverki sem fjallaði á einhvern hátt um sögu fyrirtækisins, en það hefur verið starfrækt allt frá árinu 1889. „Ég ákvað að nota tilvitnanir frá ýmsum listamönnum sem höfðu verið á mála hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina svo úr varð stórt textaverk, þessu blandaði ég svo saman við skuggamyndir af listamönnunum. Skuggamyndirnar eru inni í litríkum hringjum, en ég tengi hringformið einmitt mikið við tónlist þar sem vínyl- og geislaplötur eru hringlaga. Textarnir sem ég styðst við eru ekki lagatextar heldur tilvitnanir sem listamennirnir hafa látið falla við ýmis tækifæri þannig það fór mikil rannsóknarvinna í þetta verkefni," segir Eva, en hún tók tilvitnanir frá tónlistarmönnum á borð við Frank Sinatra, Elvis Presley, Bruce Springsteen og Keshu. Að sögn Evu er stutt síðan úrslitin voru tilkynnt og því er enn ekki búið að setja verkið upp og veit hún ekki með vissu hvenær það verður gert. Eva hyggst dvelja í London næstu tvö árin en segir framtíðina enn óráðna, hana langi þó mikið í framhaldsnám. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós. Maður vill ekki útiloka neitt," segir hún að lokum. -sm Hér er svæði Evu á YouTube þar sem sjá má hreyfimyndir eftir hana. Eva heldur einnig úti ágætis bloggsíðu þar sem hún sýnir verk sín og ljósmyndir.
Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“