Erlent

Engan dónaskap hér góða

Óli Tynes skrifar
Of dónalegt?
Of dónalegt? Mynd/Conneran fjölskyldan

Conneran fjölskyldunni í New Jersey í Bandaríkjunum var nokkuð brugðið þegar lögreglan bankaði upp hjá henni og bað húsmóðurina að koma aðeins með út í garðinn.

Þar hafði fjölskyldan gert snjókellingu og notað ekki ómerkari fyrirmynd en Venus de Milo eitt frægasta listaverk sem varðveist hefur frá Grikklandi hinu forna.

Talið er að styttan hafi verið gerð einhverntíma á tímabilinu 130-100 fyrir Krist. Styttan er geymd í Louvre safninu í París.

María Conneran segir að lögreglumaðurinn hafi verið dálítið vandræðalegur þegar hann sagði að þeim hefði borist kvörtun frá fólki sem þótti snjókellingin klámfengin.

Hvort þau vildu vera svo elskuleg að sveipa einhverju utan um hana.

Fjölskyldan varð við því og klæddi Venus de Milo í grænan bikinitopp og blátt lendaklæði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×