Handbolti

Knudsen klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Michael Knudsen.
Michael Knudsen.

Danski línumaðurinn Michael Knudsen er orðinn leikfær fyrir EM í Austurríki en hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða.

„Ég er klár í slaginn og ætla að gefa allt í leikina á EM,“ sagði Knudsen við danska fjölmiðla.

Knudsen er línumaður og leikur með Flensburg í Þýskalandi. Hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í danska liðinu sem mætir því austurríska í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Linz á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×