Erlent

Málgagn Vatikansins ver páfa

Vatikanið fordæmir ásakanir þess efnis að Benedikt páfi hafi ekkert aðhafst þegar upp komst um prest í bandaríkjunum sem hafði misnotað 200 heyrnarlausa drengi.

Ásakanir hafa komið upp um að þrátt fyrir að erkibiskup í Bandaríkjunum hafi á sínum tíma kvartað ítrekað til stofnunar páfagarðs sem rannsaka átti mál sem þessi, hafi Benedikt páfi, sem þá var yfirmaður stofnunarinnar, lítið sem ekkert aðhafst. Einn þeirra sem presturinn Lawrence Murphy misnotaði á sínum tíma fullyrðir að Benedikt hafi vitað af málinu í fjölda ára.

Misnotkunin átti sér stað í Wisconsin ríki á árunum 1950 til 1974 en Benedikt fékk bréf frá erkibiskupnum árið 1996. Samkvæmt gögnum kirkjunnar virðist sem Benedikt, sem þá gekk undi nafninu Joseph Ratzinger, hafi fyrirskipað rannsókn á málinu en að hann hafi síðan látið stöðva hana stuttu seinna.

Málgagn Vatikansins birti í gær harðorðan leiðara þar sem segir af og frá að halda því fram að páfi hafi reynt að hylma yfir málið þegar það kom upp. Ásakanirnar væru greinilega tilraun til þess að sverta páfa og nánustu aðstoðarmenn hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×