Erlent

Ungverjar glíma við versta mengunarslys í sögu landsins

Ungverjar glíma nú við versta mengunarslys í sögu landsins. Talið er að það taki eitt ár að hreinsa til eftir að eitruð rauð leðja lak frá súrálsverksmiðju í miðhluta landsins.

Yfirvöld berjast nú við að hefta útbreiðslu leðjunnar og koma í veg fyrir að hún nái inni í vatnakerfi Dónár en þaðan gæti hún breiðst út víða um Evrópu.

Vitað er um fjóra sem hafa farist vegna leðjunnar og um 120 manns hafa slasast. Sex manns er saknað. Leðjan er blanda af vatni og iðnaðarúrgangi og talin lífshættuleg.

Um 700.000 rúmmetrar af þessari leðju láku úr geymsluhólfum við verksmiðjuna. Ein ástæðan fyrir því að geymsluhólfin gáfu sig er talin vera mikil úrkoma á þessu svæði að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×