Erlent

Danir trúa ekki skýringum

Formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku hefur verið gagnrýndur fyrir skattamál eiginmannsins.
Formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku hefur verið gagnrýndur fyrir skattamál eiginmannsins.
Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarna daga fyrir að hafa orðið margsaga um skattamál eiginmanns síns. Hún kom fyrr heim úr sumarfríi um helgina til þess að takast á við málið.

Eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, er breskur en starfar í Sviss. Í júní síðastliðnum sagði Thorning-Schmidt að eiginmaðurinn eyddi innan við sex mánuðum í Danmörku á ári hverju og væri því undanþeginn því að borga skatta í landinu. Fyrir ári síðan hafði hún hins vegar sagt hann verja meirihluta ársins í landinu.

Andstæðingar Thorning-Schmidt hafa sakað hana um að reyna að sleppa við að borga skatta. Hún segir hins vegar að hjónin hafi ekki vitað að hægt væri að borga skatta í tveimur löndum. Um klaufaleg mistök hafi verið að ræða.

Kjósendur í Danmörku virðast þó ekki trúa þeim skýringum, því samkvæmt könnun sem Gallup gerði á sunnudag trúir meirihluti Dana ekki skýringum hennar. Aðeins 32 prósent telja að hún segi satt um málið. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×