Rússneska ofurfyrirsætan skartar íslenskum mosa 30. júlí 2010 07:00 Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður er mjög ánægður með að rússneska ofurfyrirsætan Natalia Vodianova hafi fest kaup á hálsmeni úr skartgripalínu hans, Growing Jewlery. Þar sem Vodianova er sjöunda ríkasta fyrirsæta heims og mjög virt í tískuheiminum er salan ákveðin gæðastimpill á skartgripina sem eru úr silfri og íslenskum mosa. „Ég verð eiginlega að ná sambandi við hana og fá senda mynd af henni með hálsmenið mitt," segir Hafsteinn Júlíusson, vöruhönnuður. Ofurfyrirsætan Natalia Vodianova festi kaup á hálmeninu hans, Growing Jewelry, þegar hún var stödd hér á landi í byrjun mánaðarins. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Vodianova stödd hér á landi fyrir tveimur vikum ásamt ónafngreindum manni og féllu þau bæði fyrir mosahálsmenunum hans Hafsteins. „Ég var að koma til landsins og fékk þá þessar gleðifregnir frá starfstúlkunum í Kraumi þar sem skartgripirnir eru seldir," segir Hafsteinn. „Maðurinn sem var með fyrirsætunni keypti víst hálsmenið fyrir Vodianovu." Ekki er vitað hver förunautur ofurfyrirsætunnar var á meðan dvöl hennar í Reykjavík stóð yfir, en hún gift breska auðkýfingnum Justin Trevor Berkeley Portman. Skartgripirnir umræddu eru silfurhálsmen og hringar skreyttir íslenskum mosa og hafa þeir fengið mikla athygli. Hafsteinn, sem er búsettur í Mílanó, er búinn að koma á fót fyrirtækinu HAF by Hafsteinn Júlíusson þar sem hann er meðal annars með tölvutöskur, pappírssnakk, gosdrykk og næringardisk í burðarliðnum. „Ég er staddur hér á landi til að fylgja þessum vörum eftir og koma þeim í framleiðslu og sölu hér á landi," segir hann. Mosavöxnu skartgripirnir og fleiri vörur Hafsteins hafa vakið mikla athygli í erlendri pressu og segist hann vera að selja þá út um allan heim. „Ég er að fá margar pantarnir frá löndum eins og Íran og Aserbadsjan sem er frekar fyndið, en mjög skemmtilegt að það sé fólk sem skartar íslenskum mosa í þessu löndum," segir Hafsteinn en skartgripirnir eru seldir í eins konar mínígróðurhúsi og þurfa eigendurnir að sjá til þess að mosinn haldi sér grænum og fínum. „Ég fæ fjöldann allan af pósti frá viðskiptavinum sem láta mig vita hvernig gengur að halda mosanum við. Fínt að geta haldið tengslum við vöruna sína og vita hvernig hún hefur það," segir Hafsteinn hlæjandi en hann sendir stundum áfyllingu í skartgripina og það er spurning hvort rússneska ofurfyrirsætan eigi eftir að rækta mosann sinn eða biðja um áfyllingu hjá Hafsteini. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
„Ég verð eiginlega að ná sambandi við hana og fá senda mynd af henni með hálsmenið mitt," segir Hafsteinn Júlíusson, vöruhönnuður. Ofurfyrirsætan Natalia Vodianova festi kaup á hálmeninu hans, Growing Jewelry, þegar hún var stödd hér á landi í byrjun mánaðarins. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Vodianova stödd hér á landi fyrir tveimur vikum ásamt ónafngreindum manni og féllu þau bæði fyrir mosahálsmenunum hans Hafsteins. „Ég var að koma til landsins og fékk þá þessar gleðifregnir frá starfstúlkunum í Kraumi þar sem skartgripirnir eru seldir," segir Hafsteinn. „Maðurinn sem var með fyrirsætunni keypti víst hálsmenið fyrir Vodianovu." Ekki er vitað hver förunautur ofurfyrirsætunnar var á meðan dvöl hennar í Reykjavík stóð yfir, en hún gift breska auðkýfingnum Justin Trevor Berkeley Portman. Skartgripirnir umræddu eru silfurhálsmen og hringar skreyttir íslenskum mosa og hafa þeir fengið mikla athygli. Hafsteinn, sem er búsettur í Mílanó, er búinn að koma á fót fyrirtækinu HAF by Hafsteinn Júlíusson þar sem hann er meðal annars með tölvutöskur, pappírssnakk, gosdrykk og næringardisk í burðarliðnum. „Ég er staddur hér á landi til að fylgja þessum vörum eftir og koma þeim í framleiðslu og sölu hér á landi," segir hann. Mosavöxnu skartgripirnir og fleiri vörur Hafsteins hafa vakið mikla athygli í erlendri pressu og segist hann vera að selja þá út um allan heim. „Ég er að fá margar pantarnir frá löndum eins og Íran og Aserbadsjan sem er frekar fyndið, en mjög skemmtilegt að það sé fólk sem skartar íslenskum mosa í þessu löndum," segir Hafsteinn en skartgripirnir eru seldir í eins konar mínígróðurhúsi og þurfa eigendurnir að sjá til þess að mosinn haldi sér grænum og fínum. „Ég fæ fjöldann allan af pósti frá viðskiptavinum sem láta mig vita hvernig gengur að halda mosanum við. Fínt að geta haldið tengslum við vöruna sína og vita hvernig hún hefur það," segir Hafsteinn hlæjandi en hann sendir stundum áfyllingu í skartgripina og það er spurning hvort rússneska ofurfyrirsætan eigi eftir að rækta mosann sinn eða biðja um áfyllingu hjá Hafsteini. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira