Hvergi fleiri skráðir í stjórnmálaflokka 14. desember 2010 06:00 Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor Um 42 prósent íslenskra kjósenda, tæplega 100 þúsund manns, eru skráð í stjórnmálaflokka. Hlutfallið er töluvert hærra en dæmi eru um annars staðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem birtist í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kemur út í dag. „Slíkar tölur eru ekki til í neinum öðrum löndum. Það land sem hefur verið talið með flesta meðlimi í stjórnmálaflokkum er Austurríki með um sautján prósent, og svo Finnland með ellefu prósent. Við erum sem sagt með fjórfalt hærra hlutfall en Finnar," segir Gunnar Helgi. Hann segir að talan 42 prósent komi úr meðlimaskrám stjórnmálaflokkanna, en í könnunum segjast 27 prósent kjósenda vera í flokki. „Ef þú spyrð hvort fólk sé virkt í flokkunum er hlutfallið tólf prósent." Gunnar Helgi bað fólk sem þekkir til flokkanna að meta hversu margir væru virkir. „Með þeim hætti komst ég niður í tölu sem er um 1,1 prósent. Úr 42 í 1,1 prósent, það er dálítið fall. Það segir okkur sennilega að þessar tölur endurspegla ekki sams konar veruleika og tölur í öðrum löndum. Gunnar Helgi segir langsamlega líklegustu skýringuna á tölunum vera prófkjör, sem laði gríðarlegan fjölda fólks inn á flokksskrárnar. „Flokkarnir gera í vaxandi mæli kröfu um að þú sért meðlimur og það þýðir að flokksskrárnar bara bólgna, en vegna þess að það eru engar kröfur gerðar til þín sem flokksmanns hefur fólk ekkert fyrir því að segja sig úr flokkunum aftur. Ég þekki sjálfur fjölda fólks sem er í öllum flokkunum. Það er engin fyrirstaða, engin gjöld, engin krafa um að þú gerir neitt, engin hugmynd um einhverjar skyldur við flokkinn svo þetta eru bara frígæði." Við fyrstu sýn gæti þetta sýnst vera sérstakt styrkleikamerki en Gunnar Helgi telur að því sé einmitt öfugt farið og þetta sé veikleikamerki á því lýðræðislega starfi sem á að eiga sér stað innan stjórnmálaflokka. Þetta drepi meðlimastarfið í flokkunum, þeir verði bara eins og aðrir kjósendur. „Fyrir meðlimi lítur þetta þannig út: ef mig langar í pólitík af hverju ætti ég að fara þá leið að leggja á mig starf fyrir flokkinn þegar það væri sennilega miklu snjallari leið að fá vinnu sem sjónvarpsfréttamaður eða eitthvað slíkt, verða þekkt andlit, vinna síðan prófkjör. Það er miklu betri leið ef þig langar í pólitík. Það er ekki gott fyrir flokkana því það þýðir að það er enginn til staðar til að sinna þessu daglegu starfi." thorunn@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Um 42 prósent íslenskra kjósenda, tæplega 100 þúsund manns, eru skráð í stjórnmálaflokka. Hlutfallið er töluvert hærra en dæmi eru um annars staðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem birtist í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kemur út í dag. „Slíkar tölur eru ekki til í neinum öðrum löndum. Það land sem hefur verið talið með flesta meðlimi í stjórnmálaflokkum er Austurríki með um sautján prósent, og svo Finnland með ellefu prósent. Við erum sem sagt með fjórfalt hærra hlutfall en Finnar," segir Gunnar Helgi. Hann segir að talan 42 prósent komi úr meðlimaskrám stjórnmálaflokkanna, en í könnunum segjast 27 prósent kjósenda vera í flokki. „Ef þú spyrð hvort fólk sé virkt í flokkunum er hlutfallið tólf prósent." Gunnar Helgi bað fólk sem þekkir til flokkanna að meta hversu margir væru virkir. „Með þeim hætti komst ég niður í tölu sem er um 1,1 prósent. Úr 42 í 1,1 prósent, það er dálítið fall. Það segir okkur sennilega að þessar tölur endurspegla ekki sams konar veruleika og tölur í öðrum löndum. Gunnar Helgi segir langsamlega líklegustu skýringuna á tölunum vera prófkjör, sem laði gríðarlegan fjölda fólks inn á flokksskrárnar. „Flokkarnir gera í vaxandi mæli kröfu um að þú sért meðlimur og það þýðir að flokksskrárnar bara bólgna, en vegna þess að það eru engar kröfur gerðar til þín sem flokksmanns hefur fólk ekkert fyrir því að segja sig úr flokkunum aftur. Ég þekki sjálfur fjölda fólks sem er í öllum flokkunum. Það er engin fyrirstaða, engin gjöld, engin krafa um að þú gerir neitt, engin hugmynd um einhverjar skyldur við flokkinn svo þetta eru bara frígæði." Við fyrstu sýn gæti þetta sýnst vera sérstakt styrkleikamerki en Gunnar Helgi telur að því sé einmitt öfugt farið og þetta sé veikleikamerki á því lýðræðislega starfi sem á að eiga sér stað innan stjórnmálaflokka. Þetta drepi meðlimastarfið í flokkunum, þeir verði bara eins og aðrir kjósendur. „Fyrir meðlimi lítur þetta þannig út: ef mig langar í pólitík af hverju ætti ég að fara þá leið að leggja á mig starf fyrir flokkinn þegar það væri sennilega miklu snjallari leið að fá vinnu sem sjónvarpsfréttamaður eða eitthvað slíkt, verða þekkt andlit, vinna síðan prófkjör. Það er miklu betri leið ef þig langar í pólitík. Það er ekki gott fyrir flokkana því það þýðir að það er enginn til staðar til að sinna þessu daglegu starfi." thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira