Lífið

Lúin aðstoðarkona

Lindsay Lohan er í meðferð, en á meðan sinnir aðstoðarkona hennar öllum þörfum móður og systur Lindsay.
nordicphotos/getty
Lindsay Lohan er í meðferð, en á meðan sinnir aðstoðarkona hennar öllum þörfum móður og systur Lindsay. nordicphotos/getty
Aðstoðarkona Lindsay Lohan hefur haft í nógu að snúast á meðan leikkonan dvelur á meðferðarstofnun því hún hefur þurft að snúast í kringum móður og systur leikkonunnar í fjarveru hennar.

„Hún er stressuð, þreytt og óánægð þessa dagana. Dina, móðir Lindsay, röflar stanslaust um ekki neitt og reynir að finna nýjar leiðir til að græða,“ var haft eftir vini aðstoðarkonunnar. Dina Lohan, móðir Lindsay Lohan, vill selja eigur Lindsay fyrir uppsprengt verð því hún telur sig geta grætt á því á meðan Lindsay er svo mikið í fréttum. „Hún vill halda bílskúrssölu þar sem hún selur gömul föt og húsgögn sem Lindsay hefur sett í geymslu.“

Auk þess þarf aumingja aðstoðarkonan einnig að fara eftir óskum yngri systur Lindsay, Ali Lohan, sem er bílprófslaus og lætur aðstoðarkonuna því skutla sér hingað og þangað yfir daginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.