Erlent

Enn saumað að reykingafólki

Óli Tynes skrifar
Heilbrigðisráðherrann vill litlausar pakkningar um sígarettur.
Heilbrigðisráðherrann vill litlausar pakkningar um sígarettur.

Heilbrigðisráðherra Bretlands ætlar að sauma enn frekar að reykingafólki þar í landi. Markmið hans er að fækka reykingamönnum úr átta milljónum niður í fjórar á næstu tíu árum.

Tóbaksauglýsingar hafa verið bannaðar í Bretlandi. Andy Burnham heilbrigðisráðherra að næsta skref sé að taka fyrir aðlaðandi uppstillingar á sígarettum í verslunum.

Hann vill skylda tóbaksfyrirtæki til þess að selja vöru sína í einföldum litlausum pakningum þar sem aðeins sést tegundarheitið.

Burnham veltir einnig fyrir sér hvort eigi að skilgreina innganga í hús sem reyklaus svæði og að banna sígarettusjálfsala.

Samtök reykingafólks er ekki hrifið af fyrirætlunum ráðherrans. Talsmaður þeirra segir að verið sé að þyngja löggjöf sem dragi enn úr möguleikum fólks til þess að lifa lífinu eins og það sjálft kýs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×