Lífið

Selja íslenskar plötur á Hljómalindarreitnum

Halldór og Halli ætla eingöngu að selja íslenska tónlist.
Halldór og Halli ætla eingöngu að selja íslenska tónlist. Mynd/Stefán
Félagarnir Halli og Halldór verða með útimarkað í dag og morgun á Hljómlindarreitnum þar sem eingöngu íslensk tónlist verður til sölu. Ef vel gengur verður markaðurinn í allt sumar.

„Markaðurinn verður í stóru og fínu tjaldi og það verða hundruð titla í boði," segir Haraldur Leví plötusali.

Haraldur og Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson standa fyrir markaði í sumar á Hljómalindarreitnum í miðbæ Reykjavíkur og selja þar íslenska tónlist. Þegar Fréttablaðið spjallaði við Halla var óljóst hvernig veður yrði á laugardag, en nú er dagurinn runninn upp þannig að lesendur eru hvattir til að líta út um gluggann.

En af hverju eingöngu íslensk tónlist?

Vegna þess að þetta er gert í tengslum við íslenskt tónlistarsumar. Það er líka verið að reyna að lífga upp á og efla íslenskt tónlistarlíf," segir Haraldur. Hann bætir við að misvel hafi gengið að fá útgefendur með í lið, en fullyrðir að plöturnar verði á góðu verði. „Við verðum í flestum tilfellum ódýrari en gengur og gerist."

Haraldur segir þá félaga ætla að bjóða upp á lifandi tónlist á svæðinu þar sem íslenskir flytjendur leika listir sínar. Markaðurinn verður í dag, á morgun og 17. júní. „Ef það gengur vel verður markaðurinn líklega í allt sumar," segir hann.

Haraldur neitar að markaðurinn sé aðeins ætlaður ferðamönnum, þó að nóg sé í boði fyrir þá af tónlist. „Við viljum að sjálfsögðu fá Íslendinga til að gera góð kaup á góðri tónlist."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.