Lífið

Charlie Sheen vill fara í fangelsi

Charlie Sheen vill helst sitja af sér fangelsisdóminn sem allra fyrst.
Charlie Sheen vill helst sitja af sér fangelsisdóminn sem allra fyrst.
Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen vill helst sitja af sér þrjátíu daga fangelsisdóminn sem allra fyrst.

Hann átti að fara í fangelsi á mánudag en málinu hans hefur verið frestað til 12. júlí. Ástæðan er að enn er eftir að ganga frá smáatriðum í samningnum sem hann gerði við saksóknarana.

Sheen er undrandi á að vera kominn aftur heim til sín í Los Angeles þótt hann hafi játað að hafa ráðist á eiginkonu sína á jóladag.

„Þetta er súrsæt tilfinning. Það er gott að vera kominn heim en ég væri samt alveg til í að drífa þetta af," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.