Þórarinn spreytir sig á Shakespeare 12. júní 2010 09:45 Þórarinn er að þýða verkið Lér konungur eftir Shakespeare fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins. Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shakespeare-verkið Lér konungur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare. „Ég er búinn að ná landi," segir Þórarinn, sem byrjaði að þýða 1. janúar og hefur nú lokið fyrsta uppkasti. „Þetta gekk bara vel. Mikið af þessu er í bundnu máli, svokallaðri stakhendu, sem er ekki rímað að vísu en á íslensku er beitt stuðlum. Það er ákveðinn taktur í hverri línu, fimm kveður, og það tekur smá tíma að venjast þessu. Svo dettur maður inn í ákveðinn takt," segir hann. „Síðan eru ótal álitaefni og hlutir sem eru vandasamir. En það verður bara eins og að ráða í erfiða krossgátu að láta það ganga upp." Þetta er í þriðja sinn sem verkið Lér konungur er þýtt á íslensku. Fyrst gerði það Steingrímur Thorsteinsson í bók sem kom út á seinni hluta 19. aldar og síðast var leikritið sýnt í Þjóðleikhúsinu 1977 í þýðingu hins sáluga Helga Hálfdanarsonar, sem hefur hingað til verið hinn „opinberi" Shakespeare-þýðandi. Heyrst hefur að þýðing Þórarins sé ekki eins formleg og hinar eldri en Þórarinn vísar því á bug. „Það er þannig með mikil og merkileg bókmenntaverk að þau þarf að þýða oft. Þessi þýðing er ekkert minna formleg en þeirra en málfarið er annað. Þetta miðar fyrst og fremst að því að vera á eðlilegri og skiljanlegri nútímaíslensku án þess nokkurn tíma að fara út í einhverja lágkúru." Þórarinn hefur aldrei áður þýtt Shakespeare og segist ekki vera neinn sérfræðingur í hans texta. „Auðvitað dáist ég mikið að þessum stórfenglega skáldskap sem er að finna bæði í leikritum hans og ekki síður í sonnettunum. En ég er enginn Shakespeare-sérfræðingur umfram aðra." Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shakespeare-verkið Lér konungur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare. „Ég er búinn að ná landi," segir Þórarinn, sem byrjaði að þýða 1. janúar og hefur nú lokið fyrsta uppkasti. „Þetta gekk bara vel. Mikið af þessu er í bundnu máli, svokallaðri stakhendu, sem er ekki rímað að vísu en á íslensku er beitt stuðlum. Það er ákveðinn taktur í hverri línu, fimm kveður, og það tekur smá tíma að venjast þessu. Svo dettur maður inn í ákveðinn takt," segir hann. „Síðan eru ótal álitaefni og hlutir sem eru vandasamir. En það verður bara eins og að ráða í erfiða krossgátu að láta það ganga upp." Þetta er í þriðja sinn sem verkið Lér konungur er þýtt á íslensku. Fyrst gerði það Steingrímur Thorsteinsson í bók sem kom út á seinni hluta 19. aldar og síðast var leikritið sýnt í Þjóðleikhúsinu 1977 í þýðingu hins sáluga Helga Hálfdanarsonar, sem hefur hingað til verið hinn „opinberi" Shakespeare-þýðandi. Heyrst hefur að þýðing Þórarins sé ekki eins formleg og hinar eldri en Þórarinn vísar því á bug. „Það er þannig með mikil og merkileg bókmenntaverk að þau þarf að þýða oft. Þessi þýðing er ekkert minna formleg en þeirra en málfarið er annað. Þetta miðar fyrst og fremst að því að vera á eðlilegri og skiljanlegri nútímaíslensku án þess nokkurn tíma að fara út í einhverja lágkúru." Þórarinn hefur aldrei áður þýtt Shakespeare og segist ekki vera neinn sérfræðingur í hans texta. „Auðvitað dáist ég mikið að þessum stórfenglega skáldskap sem er að finna bæði í leikritum hans og ekki síður í sonnettunum. En ég er enginn Shakespeare-sérfræðingur umfram aðra."
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist