Erlent

Konur mega þjóna í kafbátum

Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska hersins.
Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska hersins. Mynd/AFP
Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska flotans en hingað til hefur það verið óheimilt. Bandaríkjaþing gerði ekki athugasemdir við ákvörðun varnarmálaráðuneytisins og því hefur banninu verið aflétt.

Um 15% af flotans eru konur en talið er það muni líða að minnsta kosti ár áður en fyrstu konurnar verði hluti af áhöfnum í kafbátum hersins. Fyrst þurfa þær að ganga í gegnum ákveðna þjálfun og þá þarf að undirbúa komu þeirra og breyta kafbátunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×