Innlent

Árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Apótekinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árásin átti sér stað fyrir utan Apótekið. Mynd/ E. Ól.
Árásin átti sér stað fyrir utan Apótekið. Mynd/ E. Ól.
Hæstiréttur dæmdi í dag 24 ára gamlan karlmann í árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á karlmann þar sem hann lá á gólfi veitingastaðarins Apóteksins við Austurstræti og sparkað oftar en einu sinni í höfuð hans. Árásin átti sér stað í febrúar í fyrra. Við árásina brotnuðu bein í efri kjálka, nef- og kinnbeini brotnuðu og tennur efri og neðri kjálka. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 8 mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×